Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 14:05 Tiger Woods heldur upp á fimmtugsafmælið sitt undir lok ársins. Getty/Michael Owens Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári. Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu. Golf Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu.
Golf Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira