Sport

Ís­lenska amman heims­meistari fimmta árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elsa Pálsdóttir náði ekki upp lokalyftu sinni en sigurinn var löngu tryggður.
Elsa Pálsdóttir náði ekki upp lokalyftu sinni en sigurinn var löngu tryggður. Youtube

Margfaldi heimsmeistarinn Elsa Pálsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í dag á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Elsa hafði talsverða yfirburði í -76 kílóa flokki öldunga frá 60 til 69 ára. Hún vann gull í tveimur af þremur greinum og vann heildarkeppnina afar sannfærandi.

Amman úr Garðinum lyfti meira en fimmtíu kílóum meira en silfurkonan sem var Inger Ormen Helgestad frá Noregi. Elsa er 65 ára gömul en hefur aðeins stundað lyftingar í sex ár. Sú sem varð í öðru sæti er einu ári yngri og hefur verið að keppa í níu ár.

Elsa lyfti samanlagt 372,5 kílóum en Helgestad lyfti samanlagt 320 kílóum eða 52,5 kílóum minna.

Elsa lyfti 142,5 kílóum í hnébeygju eða fimmtán kílóum meira en næsta kona. Mesta spennandi var í bekkpressu þar sem Elsa lyfti 65 kílóum og varð að sætta sig við silfrið.

Elsa var með talsverða yfirburði í réttstöðulyftu þar sem hún lyfti 165 kílóum eða 21,5 kílói meira en næsta kona.

Elsu tókst ekki að vinna gullið í bekkpressu á mótinu í ár eins og í fyrra en var þá eins og nú með þrjú gull af fjórum mögulegum.


Tengdar fréttir

Elsa varði Evrópumeistaratitil sinn

Elsa Pálsdóttir varð í dag Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum í -76kg flokki M3 en Evrópumót öldunga stendur nú yfir í Litháen.

Elsa heimsmeistari og setti þrjú heimsmet

Elsa Pálsdóttir varð í dag heimsmeistari öldunga í klassískum kraftlyftingum í -76 kg flokki. Hún setti einnig þrjú heimsmet, í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×