Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 13:30 Lamine Yamal reynir að ná boltanum af Kylian Mbappé í landsleik Spánar og Frakklands. Getty/Harry Langer Franska stórstjarnan Kylian Mbappé þekkir það vel að komast ungur í sviðsljósið og Frakkinn hefur gagnrýnt hið mikla sviðsljós sem beinist að Lamine Yamal. Mbappé skorar á gagnrýnendur að „láta strákinn í friði“ en segir ungstjörnu Barcelona og spænska landsliðsins vera „stútfullan af hæfileikum“. Hinn átján ára gamli Lamine vann Kopa-bikarinn í síðasta mánuði sem besti leikmaður heims undir 21 árs aldri og var þá að vinna annað árið í röð. Strákurinn hefur sætt gagnrýni að undanförnu vegna einkalífs síns. „Það sést að [Lamine] hefur ástríðu fyrir fótbolta og það er það eina sem hann má ekki missa,“ sagði Mbappé við Jorge Valdano í viðtali á Movistar á sunnudag. „Annað er bara líf hans. Fólk talar um einkalíf hans, en mér finnst að fólk ætti að láta hann í friði,“ sagði Mbappé. Lamine hefur skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar fyrir Barcelona í spænsku deildinni á þessu tímabili, sem er hans þriðja sem fastamaður í aðalliðinu. Hann lék sinn fyrsta leik í spænsku deildinni árið 2023, aðeins 15 ára gamall. Mbappé var annað undrabarn en hann lék fyrst í frönsku deildinni fyrir Monaco sextán ára gamall. „[Lamine] er frábær fótboltamaður en í lífinu er hann átján ára strákur. Allir gera mistök átján ára. Hann mun lifa sínu lífi. Við ættum aðeins að horfa á það sem hann gerir á vellinum. Annað skiptir ekki máli, svo lengi sem það er ekkert alvarlegt. Hann er leikmaður með gríðarlega hæfileika,“ sagði Mbappé. Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Mbappé skorar á gagnrýnendur að „láta strákinn í friði“ en segir ungstjörnu Barcelona og spænska landsliðsins vera „stútfullan af hæfileikum“. Hinn átján ára gamli Lamine vann Kopa-bikarinn í síðasta mánuði sem besti leikmaður heims undir 21 árs aldri og var þá að vinna annað árið í röð. Strákurinn hefur sætt gagnrýni að undanförnu vegna einkalífs síns. „Það sést að [Lamine] hefur ástríðu fyrir fótbolta og það er það eina sem hann má ekki missa,“ sagði Mbappé við Jorge Valdano í viðtali á Movistar á sunnudag. „Annað er bara líf hans. Fólk talar um einkalíf hans, en mér finnst að fólk ætti að láta hann í friði,“ sagði Mbappé. Lamine hefur skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar fyrir Barcelona í spænsku deildinni á þessu tímabili, sem er hans þriðja sem fastamaður í aðalliðinu. Hann lék sinn fyrsta leik í spænsku deildinni árið 2023, aðeins 15 ára gamall. Mbappé var annað undrabarn en hann lék fyrst í frönsku deildinni fyrir Monaco sextán ára gamall. „[Lamine] er frábær fótboltamaður en í lífinu er hann átján ára strákur. Allir gera mistök átján ára. Hann mun lifa sínu lífi. Við ættum aðeins að horfa á það sem hann gerir á vellinum. Annað skiptir ekki máli, svo lengi sem það er ekkert alvarlegt. Hann er leikmaður með gríðarlega hæfileika,“ sagði Mbappé.
Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira