Lífið

Hamingja í hverjum munn­bita

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þessi ætti að hitta í mark í kaffiboðinu um helgina.
Þessi ætti að hitta í mark í kaffiboðinu um helgina.

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér dásamlegri piparmyntu-brownie uppskrift sem er tilvalin með kaffinu um helgina. 

Linda mælir með að baka kökuna daginn áður en hún er borin fram, til að bragðið verði enn betra og áferðin mýkri.

„Þessi piparmyntu-pralín brownie er eins og biti af hamingju í hverjum munnbita. Djúpt súkkulaðibragð, mjúk og seig brownie-kaka með svo guðdómlegu lagi af piparmyntu-pralín – útkoman er algjörlega ómótstæðileg!“

Piparmytu pralín brownie

Hráefni:

  • 200 g smjör
  • 300 g suðusúkkulaði
  • 300 g sykur
  • 4 egg
  • 60 g hveiti
  • 40 g kakóduft
  • 400 g piparmyntu Pralín

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
  2. Bræðið smjör og suðusúkkulaði varlega saman í potti. Bætið sykrinum út í.

  3. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós.
  4. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggin og hrærið rólega á meðan.
  5. Blandið saman hveiti og kakó og hrærið saman við súkkulaðiblönduna.
  6. Smyrjið form sem er 24×24 cm að stærð (eða álíka stórt). 
  7. Hellið helmingnum af deiginu í formið, leggjið pralínsúkkulaði yfir þannig að það þeki deigið, og hellið síðan afganginum af deiginu yfir.
  8. Bakið í u.þ.b. 35 mínútur. 
  9. Látið kökuna standa í um 2 klukkustundir, eða yfir nótt, við stofuhita áður en hún er skorin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.