Körfubolti

Lárus í vinnu hjá danska lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lárus Jónsson á hliðarlínunni sem þjálfari Þórsara.
Lárus Jónsson á hliðarlínunni sem þjálfari Þórsara. Vísir/Bára Dröfn

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í Bónus-deild karla í körfubolta, hefur ráðið sig í annað þjálfarastarf.

Danska körfuboltasambandið tilkynnti í dag að Lárus sé nýr aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins.

Lárus mun aðstoða Allan Foss sem hefur verið að gera flotta hluti með danska liðið síðustu ár. Foss tók við liðinu 2022 og framlengdi fyrr á þessu ári samning sinn til ársins 2029.

Lárus tekur þar við af Michael Bree sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár.

Bree hætti störfum til að taka við liði í heimalandi sínu Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×