Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2025 19:45 Veðrið hefur leikið borgarbúa grátt í dag, þar á meðal Harald Ólafsson veðurfræðing. Vísir Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað er við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir viðtalið. „Það er bálhvasst og það er mikill öldugangur. Öðru hverju ganga öldurnar yfir varnargarðinn, það er eiginlega ófært á stígnum,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur þegar hann ræddi við fréttamann úti á Granda í Kvöldfréttum. Hann sagði hugsanlegt að tjón yrði úti á Granda, þar sem sjávarstaðan væri enn hækkandi. Þá sagði hann möguleika á að flæða taki inn í hús. „En jafnvel þótt menn sleppi í kvöld, þá getur þetta orðið slæmt á morgun með flóðinu í fyrramálið. Þá verður ölduhæðin enn meiri en núna þótt vindurinn verði orðinn eitthvað hægari,“ segir Haraldur. Hvað veldur þessu, er sjávarborð að hækka eða er þetta sambland af veðri og öðru? „Það er ekkert augljóst samhengi við langtímabreytingar í þessu veðri. Svona veður koma alltaf öðru hverju og hafa gert í gegnum alla Íslandssöguna. Sjávarborðið er vissulega að hækka dálítið en það er ekkert augljóst samhengi þarna á milli.“ Veður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Sjá meira
„Það er bálhvasst og það er mikill öldugangur. Öðru hverju ganga öldurnar yfir varnargarðinn, það er eiginlega ófært á stígnum,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur þegar hann ræddi við fréttamann úti á Granda í Kvöldfréttum. Hann sagði hugsanlegt að tjón yrði úti á Granda, þar sem sjávarstaðan væri enn hækkandi. Þá sagði hann möguleika á að flæða taki inn í hús. „En jafnvel þótt menn sleppi í kvöld, þá getur þetta orðið slæmt á morgun með flóðinu í fyrramálið. Þá verður ölduhæðin enn meiri en núna þótt vindurinn verði orðinn eitthvað hægari,“ segir Haraldur. Hvað veldur þessu, er sjávarborð að hækka eða er þetta sambland af veðri og öðru? „Það er ekkert augljóst samhengi við langtímabreytingar í þessu veðri. Svona veður koma alltaf öðru hverju og hafa gert í gegnum alla Íslandssöguna. Sjávarborðið er vissulega að hækka dálítið en það er ekkert augljóst samhengi þarna á milli.“
Veður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Sjá meira