Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 18:58 Leikmenn Twente fögnuðu vel eftir að hafa komist yfir í kvöld, gegn stórliði Chelsea. Getty/Teresa Kröger Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24