Sport

Dag­skráin í dag: Önnur um­ferð brotin til mergjar í Körfu­bolta­kvöldi

Sindri Sverrisson skrifar
Ólöf Helga Pálsdóttir stýrir Bónus Körfuboltakvöldi kvenna.
Ólöf Helga Pálsdóttir stýrir Bónus Körfuboltakvöldi kvenna.

Bónus-deild kvenna í körfubolta á sviðið á sportrásum Sýnar í dag en þar má einnig finna pílukast í beinni, íshokkí og golf.

Sýn Sport Ísland

KR tekur á móti Íslandsmeisturum Hauka í 2. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta og skömmu eftir leik hefst svo bein útsending frá Körfuboltakvöldi þar sem Ólöf Helga Pálsdóttir og sérfræðingar hennar rýna í allt það helsta úr umferðinni.

Sýn Sport Ísland 2

Tindastóll og Stjarnan mætast einnig í Bónus-deildinni í kvöld, í beinni útsendingu, en leikurinn verður svo að sjálfsögðu brotinn til mergjar í í Körfuboltakvöldinu á Sýn Sport Ísland.

Sýn Sport Viaplay

Heimsmótaröðin í pílukasti er sýnd klukkan 17:55 og um kvöldið er svo NHL-leikur á milli Maple Leafs og Canadiens, klukkan 23:05. Um nóttina er svo bein útsending frá Buick LPGA Shanghai mótinu í golfi og hefst hún klukkan 3.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar Sýnar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×