AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 22:46 Sam Altman er einn af stofnendum OpenAI og forstjóri fyrirtækisins. Hann hefur kvartað undan skorti á reiknigetu fyrir ChatGPT, vinsælustu gervigreind heims. AP/Jose Luis Magana Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna. AMD mun sjá OpenAI fyrir miklu magni skjáskorta, sem þykja mjög hentug í gagnaverin sem keyra mállíkön, og öðrum tölvuflögum. Þetta mun OpenAI greiða fyrir mikla peninga en OpenAI gæti þar að auki fengið nánast gefins tíu prósenta hlut í AMD á samningstímabilinu. Með þessu vilja forsvarsmenn OpenAI halda áfram að þróa ChatGPT og bæta getu gervigreindarinnar. Forsvarsmenn AMD vilja tengja fyrirtæki þeirra við OpenAI og í senn tryggja sér viðskiptavin til langs tíma. Greg Brockman, einn af stjórnendum fyrirtækisins, sagði í samtali við CNBC að samningurinn væri nauðsynlegur. OpenAI hefði um nokkuð skeið skort meiri reiknigetu og sá skortur hefði þegar komið niður á ChatGPT. Forsvarsmenn OpenAI hafa sagt að samningurinn hljóði upp á milljarða dala en þeir vilja ekki segja nákvæmlega hve mikið. Í frétt Wall Street Journal segir að samningurinn gildi til fimm ára og hljóði upp á tugi milljarða dala. Miklar vendingar á markaði tölvuflaga OpenAI er stærsta gervigreindarfyrirtæki heims og hefur hingað til að mestu átt í viðskiptum við fyrirtækið Nvidia þegar kemur að tölvuflögum fyrir gagnaver. Fyrir tæpum tveimur vikum var opinberaður um hundrað milljarða dala samningur milli OpenAI og Nvidia en samkvæmt því samkomulagi mun Nvidia eignast hlut í gervigreindarfyrirtækinu. Nvidia er lang stærsta fyrirtæki heims þegar kemur að þróun skjákorta og sambærilegra tölvuflaga. Þróun gervigreindar á undanförnum árum hefur gert fyrirtækið það verðmætasta í heimi en virði hlutabréfa þess lækkaði um eitt prósent í dag. Í frétt CNBC segir að samningurinn við AMD muni líklega létta á þrýstingi sem þróun gervigreindar hefur valdið á markaði skjákorta. Þá eiga forsvarsmenn OpenAi einnig í viðræðum við forsvarsmenn Broadcom um þróun búnaðar til að keyra næstu kynslóðir gervigreinda. Markaðurinn hefur tekið nokkrum breytingum að undanförnu en fyrirtæki eins og Google og Amazon hafa þróað eigin flögur fyrir gervigreind og eru byrjuð að nota þær fyrir eigin mállíkön og einnig selja þær. Þá segir í frétt New York Times að þó nokkur sprotafyrirtæki sem framleiði tölvuflögur hafi stungið upp kollinum. Bandaríkin Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni. 14. september 2025 22:30 „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. 14. ágúst 2025 17:24 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
AMD mun sjá OpenAI fyrir miklu magni skjáskorta, sem þykja mjög hentug í gagnaverin sem keyra mállíkön, og öðrum tölvuflögum. Þetta mun OpenAI greiða fyrir mikla peninga en OpenAI gæti þar að auki fengið nánast gefins tíu prósenta hlut í AMD á samningstímabilinu. Með þessu vilja forsvarsmenn OpenAI halda áfram að þróa ChatGPT og bæta getu gervigreindarinnar. Forsvarsmenn AMD vilja tengja fyrirtæki þeirra við OpenAI og í senn tryggja sér viðskiptavin til langs tíma. Greg Brockman, einn af stjórnendum fyrirtækisins, sagði í samtali við CNBC að samningurinn væri nauðsynlegur. OpenAI hefði um nokkuð skeið skort meiri reiknigetu og sá skortur hefði þegar komið niður á ChatGPT. Forsvarsmenn OpenAI hafa sagt að samningurinn hljóði upp á milljarða dala en þeir vilja ekki segja nákvæmlega hve mikið. Í frétt Wall Street Journal segir að samningurinn gildi til fimm ára og hljóði upp á tugi milljarða dala. Miklar vendingar á markaði tölvuflaga OpenAI er stærsta gervigreindarfyrirtæki heims og hefur hingað til að mestu átt í viðskiptum við fyrirtækið Nvidia þegar kemur að tölvuflögum fyrir gagnaver. Fyrir tæpum tveimur vikum var opinberaður um hundrað milljarða dala samningur milli OpenAI og Nvidia en samkvæmt því samkomulagi mun Nvidia eignast hlut í gervigreindarfyrirtækinu. Nvidia er lang stærsta fyrirtæki heims þegar kemur að þróun skjákorta og sambærilegra tölvuflaga. Þróun gervigreindar á undanförnum árum hefur gert fyrirtækið það verðmætasta í heimi en virði hlutabréfa þess lækkaði um eitt prósent í dag. Í frétt CNBC segir að samningurinn við AMD muni líklega létta á þrýstingi sem þróun gervigreindar hefur valdið á markaði skjákorta. Þá eiga forsvarsmenn OpenAi einnig í viðræðum við forsvarsmenn Broadcom um þróun búnaðar til að keyra næstu kynslóðir gervigreinda. Markaðurinn hefur tekið nokkrum breytingum að undanförnu en fyrirtæki eins og Google og Amazon hafa þróað eigin flögur fyrir gervigreind og eru byrjuð að nota þær fyrir eigin mállíkön og einnig selja þær. Þá segir í frétt New York Times að þó nokkur sprotafyrirtæki sem framleiði tölvuflögur hafi stungið upp kollinum.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni. 14. september 2025 22:30 „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. 14. ágúst 2025 17:24 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni. 14. september 2025 22:30
„Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. 14. ágúst 2025 17:24
Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11