UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. október 2025 16:45 Lamine Yamal og félagar í Barcelona eru á leiðinni til Miami í desember. Eric Alonso/Getty Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur gefið spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum leyfi til að halda deildarleiki í Bandaríkjunum og Ástralíu. UEFA hefur beitt sér harðlega gegn því en neyðist til að gefa grænt ljós á leikina sem munu fara fram í Miami og Perth. Úrvalsdeildir þessara landa hafa lengi barist fyrir því að deildarleikir séu haldnir í öðrum og meira framandi löndum, í von um að auka tekjur og stækka áhorfendahópinn, en hafa mætt mótstöðu frá flestöllum æðri máttarvöldum fótboltans; knattspyrnusamböndum Spánar og Ítalíu, og evrópsku- og alþjóða knattspyrnusamböndunum UEFA og FIFA. Knattspyrnusamböndin gáfu loks sitt leyfi í þarsíðasta mánuði og nú hefur UEFA neyðst til að gefa grænt ljós. „Vegna þess að regluverk FIFA - sem er nú til skoðunar - er ekki nógu skýrt og nákvæmt hvað þetta varðar. Framkvæmdastjórn UEFA hefur því treglega tekið þá ákvörðun, í þessu undantekningartilfelli, að gefa leyfi fyrir þessum tveimur leikjum. UEFA mun aðstoða FIFA við vinnuna sem er nú þegar hafin, að útbúa regluverk sem hefur heilindi deildanna í heiðri og tryggir áframhaldandi tengsl félaga við sína stuðningsmenn og nærliggjandi samfélög.“ We are opposed to domestic league matches being played abroad.Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.— UEFA (@UEFA) October 6, 2025 Forseti UEFA, Alexander Ceferin, er þeirrar skoðunar að deildarleiki eigi að spila í þeim löndum sem deildin er skráð. Annað komi niður á stuðningsmönnum sem sækja leiki sinna liða og skapi vandamál sem gætu raskað eðlilegri keppni. „Þessi ákvörðun er undantekning og verður ekki fordæmisgefandi“ sagði forsetinn. Barcelona mun mæta Villareal í Miami í desember og AC Milan mun spila við Como í Perth í febrúar á næsta ári. UEFA Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Úrvalsdeildir þessara landa hafa lengi barist fyrir því að deildarleikir séu haldnir í öðrum og meira framandi löndum, í von um að auka tekjur og stækka áhorfendahópinn, en hafa mætt mótstöðu frá flestöllum æðri máttarvöldum fótboltans; knattspyrnusamböndum Spánar og Ítalíu, og evrópsku- og alþjóða knattspyrnusamböndunum UEFA og FIFA. Knattspyrnusamböndin gáfu loks sitt leyfi í þarsíðasta mánuði og nú hefur UEFA neyðst til að gefa grænt ljós. „Vegna þess að regluverk FIFA - sem er nú til skoðunar - er ekki nógu skýrt og nákvæmt hvað þetta varðar. Framkvæmdastjórn UEFA hefur því treglega tekið þá ákvörðun, í þessu undantekningartilfelli, að gefa leyfi fyrir þessum tveimur leikjum. UEFA mun aðstoða FIFA við vinnuna sem er nú þegar hafin, að útbúa regluverk sem hefur heilindi deildanna í heiðri og tryggir áframhaldandi tengsl félaga við sína stuðningsmenn og nærliggjandi samfélög.“ We are opposed to domestic league matches being played abroad.Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.— UEFA (@UEFA) October 6, 2025 Forseti UEFA, Alexander Ceferin, er þeirrar skoðunar að deildarleiki eigi að spila í þeim löndum sem deildin er skráð. Annað komi niður á stuðningsmönnum sem sækja leiki sinna liða og skapi vandamál sem gætu raskað eðlilegri keppni. „Þessi ákvörðun er undantekning og verður ekki fordæmisgefandi“ sagði forsetinn. Barcelona mun mæta Villareal í Miami í desember og AC Milan mun spila við Como í Perth í febrúar á næsta ári.
UEFA Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira