Körfubolti

Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks

Árni Jóhannsson skrifar
Giannis Antetokounmpo hnykklar vöðvana eftir troðslu í leik með Milwaukee Bucks.
Giannis Antetokounmpo hnykklar vöðvana eftir troðslu í leik með Milwaukee Bucks. Vísir/Getty

Það eru tæpar þrjár vikur í að NBA deildin fari af stað og eru liðin í óða önn að undirbúa sig. Stórstjarnan Giannis Antetokounmpo er samt ekki farinn af stað en hann greindist með Covid-19 nýlega.

Giannis var hvergi sjáanlegur þegar Milwaukee liðið hélt hinn svokallaða fjölmiðladag, sem er upphafið að æfingabúðum liðanna, og hefur ekki hafið æfingar með liðinu. Hin þrítuga stórstjarna þurfti nefnilega að vera í sóttkví eftir að hafa greinst með Covid-19 á meðan hann hlóð batteríin í Grikklandi eftir að hafa spilað með gríska landsliðinu á Eurobasket 2025.

Giannis hefur gefið í skyn að hann sé ekki nógu ánægður með það hvernig Milwaukee Bucks hafa staðið sig á leikmannamarkaðinum undanfarið og hafa spekingar vestanhafs velt því fyrir sér hvort hann hugsi sér til hreyfings. Milwaukee Bucks völdu Grikkjann með 13. valréttinum í nýliðavalinu árið 2011 og hefur Giannis spilað þar síðan. Hann tók þátt í að tryggja Bucks NBA titilinn árið 2021.

Doc Rivers þjálfari Milwaukee Bucks staðfesti það við blaðamenn að Giannis væri á leiðinni til móts við liðið sem er statt í Miami. Það mun spila fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu á mánudaginn næsta gegn Miami Heat.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×