Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 14:33 Stefán Árni Pálsson og séfræðingarnir skelltu upp úr þegar Benedikt Guðmundsson fór að tala um eldri bróðurinn. Sýn Sport Benedikt Guðmundsson snýr aftur sem sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi í vetur en hann hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor. Benedikt gerði Tindastól að deildarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði á móti Stjörnunni. Í upphitunarþætti Körfuboltakvölds fyrir leiktíðina var Benedikt spurður út í grísku bræðurna sem spiluðu fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Sá yngri, Giannis Agravanis, byrjaði tímabilið vel og var öflugur með 14,7 stig að meðaltali í leik. Hann skipti um gír um áramót og var þá enn öflugri. Sá eldri, Dimitrios Agravanis, kom hins vegar til liðsins á miðju tímabili og það er óhætt að segja að tími hans á Króknum hafi verið skrautlegur. Flestir voru sammála um að þar hafi Stólarnir keypt köttinn í sekknum. Góði bróðurinn mættur í Garðabæinn Giannis Agravanis spilar áfram á Íslandi en hann gerði samning við Stjörnuna í sumar. „Förum bara í leikmann, sem við þekkjum og þú þekkir sérstaklega vel. Góði bróðirinn, Giannis Agravanis. Hann er mættur í Garðabæinn. Hvað kemur hann með inn í þetta lið Íslandsmeistaranna,“ spurði Stefán Árni Pálsson þáttastjórnandi. Klippa: Körfuboltakvöld: Ekki hringja í eldri bróðirinn „Það er bara hellingur. Þetta er frábær undirskrift hjá Stjörnunni. Fyrir mér var hann, sérstaklega eftir áramót, örugglega bara besti leikmaður Tindastólsliðsins. Hann er klæðskerasniðinn í þessa deild,“ sagði Benedikt. Getur verið besti varnarmaður deildarinnar „Hann getur spilað sem lítill framherji og hann getur spilað sem kraftframherji. Hann getur verið besti varnarmaður deildarinnar þegar hann ætlar sér það. Hann getur dekkað leikstjórnanda og hann getur dekkað upp fyrir sig.,“ sagði Benedikt. „Hann er góður sendingamaður og hann getur skorað á marga vegu. Ef hann kemst á vinstri hendina þá er varla hægt að stoppa hann,“ sagði Benedikt. Það er bara eitt ... „Það er bara eitt sem ég verð að ráðleggja Stjörnumönnum og ég vona að þeir séu að hlusta. Ef hann spyr hvort að bróðir hans megi klára tímabilið hérna, segja þá bara absalútt nei. Alla vega að heyra í mér áður en þeir taka ákvörðunina,“ sagði Benedikt og mikið var hlegið. Það má hlusta á umræðuna um Agravanis bræðurna hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Benedikt gerði Tindastól að deildarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði á móti Stjörnunni. Í upphitunarþætti Körfuboltakvölds fyrir leiktíðina var Benedikt spurður út í grísku bræðurna sem spiluðu fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Sá yngri, Giannis Agravanis, byrjaði tímabilið vel og var öflugur með 14,7 stig að meðaltali í leik. Hann skipti um gír um áramót og var þá enn öflugri. Sá eldri, Dimitrios Agravanis, kom hins vegar til liðsins á miðju tímabili og það er óhætt að segja að tími hans á Króknum hafi verið skrautlegur. Flestir voru sammála um að þar hafi Stólarnir keypt köttinn í sekknum. Góði bróðurinn mættur í Garðabæinn Giannis Agravanis spilar áfram á Íslandi en hann gerði samning við Stjörnuna í sumar. „Förum bara í leikmann, sem við þekkjum og þú þekkir sérstaklega vel. Góði bróðirinn, Giannis Agravanis. Hann er mættur í Garðabæinn. Hvað kemur hann með inn í þetta lið Íslandsmeistaranna,“ spurði Stefán Árni Pálsson þáttastjórnandi. Klippa: Körfuboltakvöld: Ekki hringja í eldri bróðirinn „Það er bara hellingur. Þetta er frábær undirskrift hjá Stjörnunni. Fyrir mér var hann, sérstaklega eftir áramót, örugglega bara besti leikmaður Tindastólsliðsins. Hann er klæðskerasniðinn í þessa deild,“ sagði Benedikt. Getur verið besti varnarmaður deildarinnar „Hann getur spilað sem lítill framherji og hann getur spilað sem kraftframherji. Hann getur verið besti varnarmaður deildarinnar þegar hann ætlar sér það. Hann getur dekkað leikstjórnanda og hann getur dekkað upp fyrir sig.,“ sagði Benedikt. „Hann er góður sendingamaður og hann getur skorað á marga vegu. Ef hann kemst á vinstri hendina þá er varla hægt að stoppa hann,“ sagði Benedikt. Það er bara eitt ... „Það er bara eitt sem ég verð að ráðleggja Stjörnumönnum og ég vona að þeir séu að hlusta. Ef hann spyr hvort að bróðir hans megi klára tímabilið hérna, segja þá bara absalútt nei. Alla vega að heyra í mér áður en þeir taka ákvörðunina,“ sagði Benedikt og mikið var hlegið. Það má hlusta á umræðuna um Agravanis bræðurna hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira