Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2025 11:30 Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta. vísir/Ernir „Ég var náttúrulega hissa,“ segir fótboltaþjálfarinn Davíð Smári Lamude sem í gær fékk að vita það að stjórn Vestra hefði ákveðið að segja honum upp, rúmum mánuði eftir að hann gerði liðið að bikarmeistara í fyrsta sinn. Vestri tilkynnti opinberlega um brotthvarf Davíðs í gærkvöld og réði svo Jón Þór Hauksson til að stýra liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru á tímabilinu. Davíð tók við Vestra fyrir sumarið 2023, kom liðinu beint upp í Bestu deildina í fyrsta sinn, hélt því þar og fagnaði í ágúst með því fyrsta stóra titlinum í sögu fótboltans á Vestfjörðum. Eftir bikarmeistaratitilinn hefur Vestri hins vegar verið í frjálsu falli í Bestu deildinni, missti af sæti í efri hlutanum og er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Mjög þakklátur fyrir þennan tíma“ „Mér var tilkynnt að það yrði stjórnarfundur í gær til að ræða framtíð félagsins, og hvort það þyrfti mögulega að fara í einhverjar breytingar. Svo var mér bara tilkynnt að það hefði verið ákveðið. Ég var náttúrulega hissa, ég viðurkenni það. Ég taldi mig alltaf geta klárað þetta verkefni eins og öll þau stóru verkefni sem okkur hefur tekist að klára. Það er að segja öll þessi úrslitaeinvígi sem ég hef átt með Vestraliðinu, við höfum klárað þau. Ég hafði því fulla trú á að það tækist núna og þetta kom því á óvart en að sama skapi er ég mjög þakklátur fyrir þennan tíma sem ég hef átt hjá Vestra. Hann er algjörlega ógleymanlegur. Mikið af góðum minningum sem ég hef átt með fólkinu fyrir vestan, félaginu og leikmönnum,“ segir Davíð Smári við Vísi í dag, í óðaönn við að pakka saman fyrir vestan eftir tíðindi gærdagsins. Nú er Davíð á leið suður og kveðst ætla að njóta smátíma með fjölskyldunni áður en ákvörðun verði tekin um næstu skref. Ljóst er að freistandi tilboð gætu beðið Davíðs eftir nánast linnulausa velgengni hans á þjálfaraferlinum. Hann segir enga uppgjöf hafa verið hjá sér eða leikmönnum og menn verið staðráðnir í að halda Vestra í Bestu deildinni. Trúin hafi hins vegar horfið hjá stjórnarmönnum. Trúin horfið hjá stjórn: „Upplifað verri tíma en þetta“ „Ef við hefðum horft fram í tímann þegar tímabilið byrjaði, á þann möguleika að við yrðum bikarmeistarar og tveimur stigum frá fallsæti þegar enn væru þrír leikir eftir, þá hugsa ég að enginn hefði hafnað því. Þannig að ég er hrikalega stoltur af mínum afrekum fyrir vestan með liðinu, og líka því hvað okkur tókst að virkja samfélagið þar. Fá fólkið með okkur í þetta,“ segir Davíð en það sást kannski best á tveimur ógleymanlegum stundum á Laugardalsvelli, þegar Vestri tryggði sér sæti í efstu deild og svo þegar liðið varð bikarmeistari. Davíð segir erfitt að skilja við félagið í óvissu um hvernig tímabilið muni enda: „Já það er það klárlega. Ég og leikmenn vorum alveg á því að við myndum klára dæmið. Ég held að þetta hafi komið mörgum í opna skjöldu. En við leikmenn erum ákveðnir sökudólgar í þessu með því að setja ákveðinn standard og setja ákveðin viðmið með hrikalega góðum árangri. Auðvitað hafa úrslit síðustu leikja ekki verið nægilega góð en það var aldrei nein uppgjöf eða trúleysi hjá mér eða leikmönnum. Það hefur greinilega verið hjá stjórn og ég bara virði það. Ég hef upplifað verri tíma en þetta, hvort sem er í fótboltanum eða lífinu. Það verður seint fundin einhver uppgjöf hjá mér og var aldrei komin gagnvart liðinu eða þeim leikjum sem við áttum eftir. Við höfum spilað við KA tvisvar í sumar, tapað öðrum en unnið hinn, og hvorki tapað fyrir KR né Aftureldingu svo að það var aldrei neitt vonleysi í mér varðandi þessa leiki. Og er ekki enn, fyrir hönd Vestraliðsins. Ég hef fulla trú á að þeir klári dæmið, sama hver er í brúnni, því þetta er gríðarlega gott lið og mikil ákveðni í hópnum. Vonandi snúa þeir bara bökum saman og gera þetta eins og menn.“ Davíð Smári hefur fulla trú á að hans fyrrverandi lærisveinar klári dæmið og haldi Vestra í Bestu deildinni.vísir/Ernir „Fórnarlamb eigin velgengni“ En sárnar Davíð viðskilnaðurinn, eftir alla velgengnina sem hann og Vestri höfðu notið? „Já og nei. Þetta er bara lífið í fótboltanum. En eins og ég sagði þá er ég sökudólgurinn sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt með Vestraliðið. Það má horfa á það þannig að ég er fórnarlamb eigin velgengni með liðið, fyrri hluta móts og það er ekki langt síðan við urðum bikarmeistarar. En ég mun alltaf horfa til baka á þennan tíma með væntumþykju. Mér þykir gríðarlega vænt um þessa leikmenn, fólkið sem stendur að félaginu, hvort sem það er vallarstjóri eða formaður yngri flokka eða þjálfarar sem ég vann með þarna. Og auðvitað má ekki gleyma mínu þjálfarateymi sem að ég stend í ævarandi þakkarskuld við fyrir að hafa lagt allt í sölurnar fyrir félagið.“ Davíð er þakklátur fyrir tímann hjá Vestra og kveðst hafa grætt mikið á dvölinni fyrir vestan: „Já, gríðarlega mikið. Það er töluvert frábrugðið öðrum þjálfarastörfum á Íslandi að þjálfa Vestra. Þetta er „multi national“ og „multi cultural“, og auðvitað fara öll samskipti fram á ensku. Öll þessi krefjandi verkefni sem ég hef farið í með Vestra gera mig betur tilbúinn í hvað sem framtíðin ber í skauti sér. Ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma. Bikarmeistaratitillinn gefur manni líka gríðarlega mikinn lærdóm, bæði varðandi undirbúninginn fyrir og svo eftir leikinn. Það er margt sem hefði mátt betur fara eftir leikinn og veitir ekki bara mér heldur félaginu í heild sinni mikinn lærdóm.“ „Hef ekki svarað neinum af þessum símtölum“ En hvað tekur við? Það má búast við að Davíð verði ekki lengi án starfs og samningur hans við Vestra hefði runnið út að lokinni leiktíðinni. „Það er ekkert fast í hendi og mig langar aðeins að vera bara með fjölskyldunni. Ég er náttúrulega búinn að vera í burtu frá henni í meira og minna þrjú ár. Ég mun ákveða næsta skref vel og vandlega. Það liggur ekkert á og tímabilið er enn að klárast. Auðvitað eru einhver símtöl búin að eiga sér stað, bara í dag og í gær, en ég hef ekki svarað neinum af þessum símtölum. Ég ætla að fókusera á fjölskylduna og svo ætla ég að fylgjast með Vestraliðinu. Ég er þeirra helsti stuðningsmaður, það er alveg klárt.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Vestri tilkynnti opinberlega um brotthvarf Davíðs í gærkvöld og réði svo Jón Þór Hauksson til að stýra liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru á tímabilinu. Davíð tók við Vestra fyrir sumarið 2023, kom liðinu beint upp í Bestu deildina í fyrsta sinn, hélt því þar og fagnaði í ágúst með því fyrsta stóra titlinum í sögu fótboltans á Vestfjörðum. Eftir bikarmeistaratitilinn hefur Vestri hins vegar verið í frjálsu falli í Bestu deildinni, missti af sæti í efri hlutanum og er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Mjög þakklátur fyrir þennan tíma“ „Mér var tilkynnt að það yrði stjórnarfundur í gær til að ræða framtíð félagsins, og hvort það þyrfti mögulega að fara í einhverjar breytingar. Svo var mér bara tilkynnt að það hefði verið ákveðið. Ég var náttúrulega hissa, ég viðurkenni það. Ég taldi mig alltaf geta klárað þetta verkefni eins og öll þau stóru verkefni sem okkur hefur tekist að klára. Það er að segja öll þessi úrslitaeinvígi sem ég hef átt með Vestraliðinu, við höfum klárað þau. Ég hafði því fulla trú á að það tækist núna og þetta kom því á óvart en að sama skapi er ég mjög þakklátur fyrir þennan tíma sem ég hef átt hjá Vestra. Hann er algjörlega ógleymanlegur. Mikið af góðum minningum sem ég hef átt með fólkinu fyrir vestan, félaginu og leikmönnum,“ segir Davíð Smári við Vísi í dag, í óðaönn við að pakka saman fyrir vestan eftir tíðindi gærdagsins. Nú er Davíð á leið suður og kveðst ætla að njóta smátíma með fjölskyldunni áður en ákvörðun verði tekin um næstu skref. Ljóst er að freistandi tilboð gætu beðið Davíðs eftir nánast linnulausa velgengni hans á þjálfaraferlinum. Hann segir enga uppgjöf hafa verið hjá sér eða leikmönnum og menn verið staðráðnir í að halda Vestra í Bestu deildinni. Trúin hafi hins vegar horfið hjá stjórnarmönnum. Trúin horfið hjá stjórn: „Upplifað verri tíma en þetta“ „Ef við hefðum horft fram í tímann þegar tímabilið byrjaði, á þann möguleika að við yrðum bikarmeistarar og tveimur stigum frá fallsæti þegar enn væru þrír leikir eftir, þá hugsa ég að enginn hefði hafnað því. Þannig að ég er hrikalega stoltur af mínum afrekum fyrir vestan með liðinu, og líka því hvað okkur tókst að virkja samfélagið þar. Fá fólkið með okkur í þetta,“ segir Davíð en það sást kannski best á tveimur ógleymanlegum stundum á Laugardalsvelli, þegar Vestri tryggði sér sæti í efstu deild og svo þegar liðið varð bikarmeistari. Davíð segir erfitt að skilja við félagið í óvissu um hvernig tímabilið muni enda: „Já það er það klárlega. Ég og leikmenn vorum alveg á því að við myndum klára dæmið. Ég held að þetta hafi komið mörgum í opna skjöldu. En við leikmenn erum ákveðnir sökudólgar í þessu með því að setja ákveðinn standard og setja ákveðin viðmið með hrikalega góðum árangri. Auðvitað hafa úrslit síðustu leikja ekki verið nægilega góð en það var aldrei nein uppgjöf eða trúleysi hjá mér eða leikmönnum. Það hefur greinilega verið hjá stjórn og ég bara virði það. Ég hef upplifað verri tíma en þetta, hvort sem er í fótboltanum eða lífinu. Það verður seint fundin einhver uppgjöf hjá mér og var aldrei komin gagnvart liðinu eða þeim leikjum sem við áttum eftir. Við höfum spilað við KA tvisvar í sumar, tapað öðrum en unnið hinn, og hvorki tapað fyrir KR né Aftureldingu svo að það var aldrei neitt vonleysi í mér varðandi þessa leiki. Og er ekki enn, fyrir hönd Vestraliðsins. Ég hef fulla trú á að þeir klári dæmið, sama hver er í brúnni, því þetta er gríðarlega gott lið og mikil ákveðni í hópnum. Vonandi snúa þeir bara bökum saman og gera þetta eins og menn.“ Davíð Smári hefur fulla trú á að hans fyrrverandi lærisveinar klári dæmið og haldi Vestra í Bestu deildinni.vísir/Ernir „Fórnarlamb eigin velgengni“ En sárnar Davíð viðskilnaðurinn, eftir alla velgengnina sem hann og Vestri höfðu notið? „Já og nei. Þetta er bara lífið í fótboltanum. En eins og ég sagði þá er ég sökudólgurinn sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt með Vestraliðið. Það má horfa á það þannig að ég er fórnarlamb eigin velgengni með liðið, fyrri hluta móts og það er ekki langt síðan við urðum bikarmeistarar. En ég mun alltaf horfa til baka á þennan tíma með væntumþykju. Mér þykir gríðarlega vænt um þessa leikmenn, fólkið sem stendur að félaginu, hvort sem það er vallarstjóri eða formaður yngri flokka eða þjálfarar sem ég vann með þarna. Og auðvitað má ekki gleyma mínu þjálfarateymi sem að ég stend í ævarandi þakkarskuld við fyrir að hafa lagt allt í sölurnar fyrir félagið.“ Davíð er þakklátur fyrir tímann hjá Vestra og kveðst hafa grætt mikið á dvölinni fyrir vestan: „Já, gríðarlega mikið. Það er töluvert frábrugðið öðrum þjálfarastörfum á Íslandi að þjálfa Vestra. Þetta er „multi national“ og „multi cultural“, og auðvitað fara öll samskipti fram á ensku. Öll þessi krefjandi verkefni sem ég hef farið í með Vestra gera mig betur tilbúinn í hvað sem framtíðin ber í skauti sér. Ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma. Bikarmeistaratitillinn gefur manni líka gríðarlega mikinn lærdóm, bæði varðandi undirbúninginn fyrir og svo eftir leikinn. Það er margt sem hefði mátt betur fara eftir leikinn og veitir ekki bara mér heldur félaginu í heild sinni mikinn lærdóm.“ „Hef ekki svarað neinum af þessum símtölum“ En hvað tekur við? Það má búast við að Davíð verði ekki lengi án starfs og samningur hans við Vestra hefði runnið út að lokinni leiktíðinni. „Það er ekkert fast í hendi og mig langar aðeins að vera bara með fjölskyldunni. Ég er náttúrulega búinn að vera í burtu frá henni í meira og minna þrjú ár. Ég mun ákveða næsta skref vel og vandlega. Það liggur ekkert á og tímabilið er enn að klárast. Auðvitað eru einhver símtöl búin að eiga sér stað, bara í dag og í gær, en ég hef ekki svarað neinum af þessum símtölum. Ég ætla að fókusera á fjölskylduna og svo ætla ég að fylgjast með Vestraliðinu. Ég er þeirra helsti stuðningsmaður, það er alveg klárt.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira