Íslenski boltinn

Hans Viktor fram­lengir við KA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hans Viktor verður áfram í gula búningnum.
Hans Viktor verður áfram í gula búningnum. mynd/ka

Varnarmaðurinn Hans Viktor Guðnundsson hefur staðið sig vel hjá KA og hefur nú verið verðlaunaður með nýjum samningi.

Hans Viktor kom til KA frá Fjölni á síðasta ári og er því að klára sitt annað tímabil á Akureyri. Hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð er KA varð bikarmeistari.

Þessi 29 ára gamli miðvörður er búinn að skrifa undir samning til ársins 2027.

Hans Viktor hefur spilað 57 leiki fyrir KA í öllum keppnum og í þeim leikjum hefur hann skorað fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×