„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Agnar Már Másson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. september 2025 22:44 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins en því tilheyrðu starfsfólk Play. SÝN Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. Stjórnendur flugfélagsins Play ákváðu að stöðva rekstur félagsins og óska eftir gjaldþrotaskiptum í morgun. Rúmlega 110 flugmenn og 130 öryggis- og þjónustufulltrúar misstu þar með vinnuna. „Fólk sá þetta ekki fyrir, ég held að það sé alveg á hreinu. Að minnsta kosti ekki svona,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF). Play er eini viðsemjandi félagsins. Hljóðið í starfsfólki sé þungt. Í tilkynningu Play í morgun var gert að því skóna að ósætti meðal starfsmanna vegna breytinga á stefnu félagsins væri meðal ástæðna fyrir gjaldþrotinu. Þar er væntanlega vísað til þess að Play og ÍFF hafi fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. „Ég ætla að fá að vísa því á bug, og til heimahúsanna,“ sagði Jóhann Óskar í fréttatíma Sýnar í kvöld þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Play. Jóhann segir að ágreiningurinn hafi snúið að rétti starfsmanna til starfa með þessu nýja rekstrarfyrirkomulagi en stéttarfélagið hafi komist að því höfum komist að því að „enginn vilji“ hafi fyrir því. „Það skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið.“ Hann heldur áfram: „Við höfum verið að sinna þessum störfum og vorum að sinna þeim líka fyrir maltneska félagið og við vildum meina að það væri skýr lagaleg stoð fyrir því að störfin ættu að fylgja flugrekstrinum niður eftir.“ Hvað framhaldið varðar segir Jóhann að nú hefjist væntanlega lagalegt ferli til að sækja það sem starfsfólk eigi inni. Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Stjórnendur flugfélagsins Play ákváðu að stöðva rekstur félagsins og óska eftir gjaldþrotaskiptum í morgun. Rúmlega 110 flugmenn og 130 öryggis- og þjónustufulltrúar misstu þar með vinnuna. „Fólk sá þetta ekki fyrir, ég held að það sé alveg á hreinu. Að minnsta kosti ekki svona,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF). Play er eini viðsemjandi félagsins. Hljóðið í starfsfólki sé þungt. Í tilkynningu Play í morgun var gert að því skóna að ósætti meðal starfsmanna vegna breytinga á stefnu félagsins væri meðal ástæðna fyrir gjaldþrotinu. Þar er væntanlega vísað til þess að Play og ÍFF hafi fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. „Ég ætla að fá að vísa því á bug, og til heimahúsanna,“ sagði Jóhann Óskar í fréttatíma Sýnar í kvöld þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Play. Jóhann segir að ágreiningurinn hafi snúið að rétti starfsmanna til starfa með þessu nýja rekstrarfyrirkomulagi en stéttarfélagið hafi komist að því höfum komist að því að „enginn vilji“ hafi fyrir því. „Það skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið.“ Hann heldur áfram: „Við höfum verið að sinna þessum störfum og vorum að sinna þeim líka fyrir maltneska félagið og við vildum meina að það væri skýr lagaleg stoð fyrir því að störfin ættu að fylgja flugrekstrinum niður eftir.“ Hvað framhaldið varðar segir Jóhann að nú hefjist væntanlega lagalegt ferli til að sækja það sem starfsfólk eigi inni.
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira