Handbolti

Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Valskonur lyftu Evrópubikarnum síðasta vor
Valskonur lyftu Evrópubikarnum síðasta vor

Valur hóf keppni í Evrópudeild kvenna í dag þegar liðið sótti JuRo Unirek heim í Hollandi en leiknum lauk með eins marks sigri Vals, 30-31.

Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en heimakonur byrjuðu töluvert betur og komust í 4-1 en Valskonur löguðu stöðuna fyrir hálfleik þar sem staðan var 16-15.

Aftur náðu heimakonur í JuRo upp smá forskoti, leiddu 23-20 þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum en þá kom góður kafli hjá Valskonum sem breyttu stöðunni í 23-25. Allt leit út fyrir að þær myndu ná að landa nokkuð öruggum sigri þegar staðan var orðin 26-31 og aðeins rúmar fjórar mínútur eftir.

Heimakonur tóku sig þá til og skoruðu fjögur síðustu mörkin í leiknum, lokatölur 30-31. Lilja Ágústsdóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk, en Lovísa Thompson kom næst með fjögur.

Liðin mætast aftur á Hlíðarenda þann 5. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×