Bandaríkin með bakið upp við vegg Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2025 16:29 Rory McIlroy og Tommy Fleetwood eru að gera frábæra hluti í Ryder-bikarnum í New York. Getty/Jamie Squire Evrópa vann 3-1 í fjórmenningi dagsins í Ryder-bikarnum í golfi í New York og er komin með fimm vinninga forskot á Bandaríkin fyrir fjórboltann nú síðdegis. Keppni í fjórboltanum var að hefjast og ljóst að Bandaríkjamenn verða að fara að svara fyrir sig í leikjunum fjórum þar svo að brekkan verði ekki of brött fyrir tvímenninginn á morgun. Evrópa er núna með 8 og hálfan vinning gegn 3 og hálfum hjá Bandaríkjunum. Bryson DeChambeau og Cameron Young voru þeir einu úr liði Bandaríkjanna sem náðu að vinna í dag, gegn Matt Fitzpatrick og Ludvig Åberg, 4/2. Aðrir leikir enduðu með sigri Evrópu en mesta spennan var í leik Robert MacIntyre og Viktors Hovland við Russell Henley og Scottie Scheffler, efsta mann heimslistans. Sá leikur hélt áfram fram á síðustu holu en Evrópuparið sýndi stáltaugar og fagnaði sigri. Tyrrell Hatton og Jon Rahm hafa enn ekki upplifað að tapa í fjórmenningi og þeir unnu Xander Schauffele og Patrick Cantlay, 3/2. Rory McIlroy og Tommy Fleetwood héldu svo áfram að vera í stuði og unnu Harris English og Collin Morikawa, 3/2. Ryder-bikarinn er allur í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Keppni í fjórboltanum var að hefjast og ljóst að Bandaríkjamenn verða að fara að svara fyrir sig í leikjunum fjórum þar svo að brekkan verði ekki of brött fyrir tvímenninginn á morgun. Evrópa er núna með 8 og hálfan vinning gegn 3 og hálfum hjá Bandaríkjunum. Bryson DeChambeau og Cameron Young voru þeir einu úr liði Bandaríkjanna sem náðu að vinna í dag, gegn Matt Fitzpatrick og Ludvig Åberg, 4/2. Aðrir leikir enduðu með sigri Evrópu en mesta spennan var í leik Robert MacIntyre og Viktors Hovland við Russell Henley og Scottie Scheffler, efsta mann heimslistans. Sá leikur hélt áfram fram á síðustu holu en Evrópuparið sýndi stáltaugar og fagnaði sigri. Tyrrell Hatton og Jon Rahm hafa enn ekki upplifað að tapa í fjórmenningi og þeir unnu Xander Schauffele og Patrick Cantlay, 3/2. Rory McIlroy og Tommy Fleetwood héldu svo áfram að vera í stuði og unnu Harris English og Collin Morikawa, 3/2. Ryder-bikarinn er allur í beinni útsendingu á Sýn Sport 4.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira