Golf

Bara einn spáði Banda­ríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni fylgjast margar hverjar vel með golfi.
Stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni fylgjast margar hverjar vel með golfi.

Í ensku úrvalsdeildinni leynast golfáhugamenn og þeir voru spurðir hvort þeir teldu líklegra að Evrópa eða Bandaríkin myndu vinna Ryder-bikarinn um helgina. Allir nema einn komu með sama svarið.

Keppni í Ryder-bikarnum hófst í dag og lýkur á sunnudaginn. Mótið fer fram á Bethpage Black golfvellinum í New York.

Evrópa á titil að verja og flestir af þeim leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni sem voru spurðir um úrslit Ryder-bikarsins töldu að evrópska liðið myndi vinna, annað mótið í röð.

Raunar spáðu allir aðspurðir Evrópu nema einn. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé Bandaríkjamaður, bakvörðurinn Antonee Robinson sem leikur með Fulham.

Ekki voru reyndar allir hreinlega með það á hreinu hvað Ryder-bikarinn er en Nottingham Forest-maðurinn Ryan Yates hélt að þetta væri einstaklingskeppni.

Klippa: Stjörnurnar í enska spá í Ryder-bikarinn

Spá leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar fyrir Ryder-bikarinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Keppni í Ryder-bikarnum hófst klukkan 11:00 í dag með fjórmenningi. Klukkan 16:25 er svo komið að fjórbolta.

Sýnt verður frá öllum keppnisdögum Ryder-bikarsins á Sýn Sport 4.


Tengdar fréttir

Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums

Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick, liðsmaður Evrópu í Ryder-bikarnum, segir að foreldrar hans leggi ekki í að sjá hann spila á móti helgarinnar vegna aðkasts bandarísks stuðningsmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×