„Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2025 11:33 Ingi mun lýsa Ryder-bikarnum um helgina á Sýn Sport. Ryderbikarinn hefst í dag á Bethpage vellinum í Farmingdale en þar keppir úrvalslið Evrópu á móti úrvalsliði Bandaríkjanna. Ákveðið mörg sæti í hvoru liði eru tekin frá fyrir leikmenn sem efstir eru á stigalistum en þjálfarar liðanna geta síðan valið sex leikmenn hvor til að fylla öll pláss í hópnum. Fyrirkomulagið er holukeppni. Í dag eru fjórar viðureignir í fjórmenningi og fjórar í betri bolta. Það endurtekur sig síðan á laugardeginum. En á lokadeginum eru tólf viðureignir í tvímenningi. „Þetta mót er bara veisla fyrir alla golfáhugamenn og þetta er sú keppni sem allir golfáhugamenn elska að horfa á og hlakka til á tveggja ára fresti,“ segir Ingi Rúnar Gíslason golflýsandi Sýnar. „Það sem ég er spenntastur að sjá er hvernig bandaríska liðið á eftir að koma undirbúið til leiks. Evrópa hefur verið meira lið í gegnum tíðina heldur en það bandaríska.“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í vikunni. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. „Þetta eru í raun bara svona mindgames og Evrópumennirnir eru stoltir af því að taka engar greiðslur fyrir þetta, þó þeir fái samt sem áður einhverjar greiðslur. Þeir segjast vera spila fyrir stoltið.“ Ingi segir að Bethpage völlurinn í Farmingdale sé einfaldlega stórkostlegur. „Þetta er einn af erfiðari völlum Bandaríkjanna. Hann er að vísu gerður frekar léttur fyrir þessa keppni því við viljum sjá þessa kylfinga vera taka meiri sénsa. Við eigum eftir að sjá völlinn mun styttri og með minni karga heldur en þekkist.“ Ryder-bikarinn Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ákveðið mörg sæti í hvoru liði eru tekin frá fyrir leikmenn sem efstir eru á stigalistum en þjálfarar liðanna geta síðan valið sex leikmenn hvor til að fylla öll pláss í hópnum. Fyrirkomulagið er holukeppni. Í dag eru fjórar viðureignir í fjórmenningi og fjórar í betri bolta. Það endurtekur sig síðan á laugardeginum. En á lokadeginum eru tólf viðureignir í tvímenningi. „Þetta mót er bara veisla fyrir alla golfáhugamenn og þetta er sú keppni sem allir golfáhugamenn elska að horfa á og hlakka til á tveggja ára fresti,“ segir Ingi Rúnar Gíslason golflýsandi Sýnar. „Það sem ég er spenntastur að sjá er hvernig bandaríska liðið á eftir að koma undirbúið til leiks. Evrópa hefur verið meira lið í gegnum tíðina heldur en það bandaríska.“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í vikunni. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. „Þetta eru í raun bara svona mindgames og Evrópumennirnir eru stoltir af því að taka engar greiðslur fyrir þetta, þó þeir fái samt sem áður einhverjar greiðslur. Þeir segjast vera spila fyrir stoltið.“ Ingi segir að Bethpage völlurinn í Farmingdale sé einfaldlega stórkostlegur. „Þetta er einn af erfiðari völlum Bandaríkjanna. Hann er að vísu gerður frekar léttur fyrir þessa keppni því við viljum sjá þessa kylfinga vera taka meiri sénsa. Við eigum eftir að sjá völlinn mun styttri og með minni karga heldur en þekkist.“
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira