Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2025 13:45 Birnir Snær Ingason hefur hleypt nýju lífi í lið KA. vísir/diego Eins og í fyrra hafa KA-menn orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Innkoma Birnis Snæs Ingason hefur góð áhrif á lið KA. Birnir, sem var valinn leikmaður ársins í Bestu deild karla 2023, gekk í raðir KA frá sænska liðinu Halmstad um miðjan júlí. Hann samdi við KA út tímabilið. Síðan Birnir kom hefur KA leikið átta leiki í Bestu deildinni og tvo Evrópuleiki gegn Silkeborg. KA-menn töpuðu því einvígi, 4-3 samanlagt, en þóttu spila vel gegn danska liðinu. Í leikjunum átta sem Birnir hefur spilað í Bestu deildinni hefur KA fengið sautján af 28 stigum sem í boði hafa verið. KA hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og einungis tapað einum leik, gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þar komust KA-menn í 0-2 en misstu forskotið niður og fóru stigalausir aftur heim til Akureyrar. Til samanburðar fékk KA fimmtán stig í fyrstu fimmtán leikjum sínum og var á botni deildarinnar þegar Birnir gekk í raðir liðsins. Birnir skoraði tvívegis þegar KA sigraði KR, 4-2, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni neðri hlutans á sunnudaginn. Birnir hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. Birnir hefur skorað fyrir fimm lið í efstu deild: KA, Fjölni, Val, HK og Víking. Alls eru mörkin 46 í 180 leikjum í efstu deild. Hallgrímur Mar Steingrímsson er markahæsti leikmaður KA í sumar. Hann hefur skorað níu mörk en þar á eftir koma Birnir, Ásgeir Sigurgeirsson og Jóan Símun Edmundsson með fjögur mörk hver. KA er í 7. sæti deildarinnar, eða efsta sætinu í úrslitakeppni neðri hlutans. Liðið hefur endað þar undanfarin tvö tímabil, eftir að hafa lent í 2. sæti 2022. Næsti leikur KA er gegn botnliði Aftureldingar á sunnudaginn. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Birnir, sem var valinn leikmaður ársins í Bestu deild karla 2023, gekk í raðir KA frá sænska liðinu Halmstad um miðjan júlí. Hann samdi við KA út tímabilið. Síðan Birnir kom hefur KA leikið átta leiki í Bestu deildinni og tvo Evrópuleiki gegn Silkeborg. KA-menn töpuðu því einvígi, 4-3 samanlagt, en þóttu spila vel gegn danska liðinu. Í leikjunum átta sem Birnir hefur spilað í Bestu deildinni hefur KA fengið sautján af 28 stigum sem í boði hafa verið. KA hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og einungis tapað einum leik, gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þar komust KA-menn í 0-2 en misstu forskotið niður og fóru stigalausir aftur heim til Akureyrar. Til samanburðar fékk KA fimmtán stig í fyrstu fimmtán leikjum sínum og var á botni deildarinnar þegar Birnir gekk í raðir liðsins. Birnir skoraði tvívegis þegar KA sigraði KR, 4-2, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni neðri hlutans á sunnudaginn. Birnir hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. Birnir hefur skorað fyrir fimm lið í efstu deild: KA, Fjölni, Val, HK og Víking. Alls eru mörkin 46 í 180 leikjum í efstu deild. Hallgrímur Mar Steingrímsson er markahæsti leikmaður KA í sumar. Hann hefur skorað níu mörk en þar á eftir koma Birnir, Ásgeir Sigurgeirsson og Jóan Símun Edmundsson með fjögur mörk hver. KA er í 7. sæti deildarinnar, eða efsta sætinu í úrslitakeppni neðri hlutans. Liðið hefur endað þar undanfarin tvö tímabil, eftir að hafa lent í 2. sæti 2022. Næsti leikur KA er gegn botnliði Aftureldingar á sunnudaginn.
Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00