Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 08:32 Það gekk mikið á í leik Vals og Breiðabliks en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Hér liggja þeir báðir sem handléku boltann í lok leiks, þeir Hólmar og Valgeir. vísir/Diego Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira