Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 11:31 Manchester City hefur farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni og er átta stigum á eftir toppliði Liverpool. epa/VINCE MIGNOTT Pep Guardiola hefur stýrt liðum í sex hundruð leikjum á stjóraferlinum. Aldrei hefur lið undir hans stjórn verið jafn lítið með boltann og Manchester City gegn Arsenal í gær. Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02
Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17
Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03
Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45