Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 06:31 Guðjón Ingi Sigurðsson setti brautarmet í Heiðmörk þegar hann hljóp til sigurs í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í nótt í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk, eftir keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur um sigurinn. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km hring á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Í ár voru um 230 keppendur skráðir til leiks í Heiðmörk en einn af öðrum duttu þeir úr keppni þar til klukkan 19 í gærkvöld að aðeins þau Guðjón og Þórdís voru eftir. Þau hlupu áfram inn í nóttina og lögðu saman af stað í hring númer 43 klukkan þrjú í nótt en Þórdís sneri svo við á meðan að Guðjón kláraði hringinn og fagnaði sigri. Hann hljóp því samtals 288,1 kílómetra um helgina. Þau Guðjón og Þórdís höfðu þegar slegið brautarmetið um miðnætti, með því að klára 39 hringi, en það var Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum í Heiðmörkinni í fyrra eftir að hafa hlaupið 38 hringi. Garpur I. Elísabetarson og Tinna Miljevic stóðu vaktina fyrir áhorfendur og lesendur Vísis allt hlaupið og hér að neðan má lesa textalýsingu með myndböndum frá keppninni.
Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km hring á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Í ár voru um 230 keppendur skráðir til leiks í Heiðmörk en einn af öðrum duttu þeir úr keppni þar til klukkan 19 í gærkvöld að aðeins þau Guðjón og Þórdís voru eftir. Þau hlupu áfram inn í nóttina og lögðu saman af stað í hring númer 43 klukkan þrjú í nótt en Þórdís sneri svo við á meðan að Guðjón kláraði hringinn og fagnaði sigri. Hann hljóp því samtals 288,1 kílómetra um helgina. Þau Guðjón og Þórdís höfðu þegar slegið brautarmetið um miðnætti, með því að klára 39 hringi, en það var Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum í Heiðmörkinni í fyrra eftir að hafa hlaupið 38 hringi. Garpur I. Elísabetarson og Tinna Miljevic stóðu vaktina fyrir áhorfendur og lesendur Vísis allt hlaupið og hér að neðan má lesa textalýsingu með myndböndum frá keppninni.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira