Tvenna Rashford tryggði þrjú stig

Rashford skaut frábæru skoti í seinna markinu.
Rashford skaut frábæru skoti í seinna markinu. Marc Atkins/Getty Images

Barcelona sótti þrjú stig gegn Newcastle þökk sé Marcus Rashford, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.

Stemningin á St. James‘ Park svíkur engan og boðið var upp á hörkufjörugan, frekar kaflaskiptan leik. Newcastle byrjaði betur og ógnaði meira í upphafi en Barcelona var líklegra til að taka forystuna þegar fyrri hálfleikur kláraðist.

Skammt var liðið af seinni hálfleik þegar Marcus Rashford kom Börsungum yfir, með góðum skalla eftir fyrirgjöf Jules Koundé. Rashford skoraði svo sitt annað mark skömmu síðar, með glæsilegu utanfótarskoti.

Anthony Gordon klóraði í bakkann fyrir heimamenn á lokamínútum leiksins en Börsungar fóru með stigin þrjú.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira