Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 16:01 Oumar Diouck hefur verið einn allra besti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Hann skoraði 15 mörk í 22 umferðum og svo eitt mark gegn Keflavík í umspilinu í gær. Facebook/@umfnknattspyrna Njarðvíkingar gætu hafa hlaupið á sig með því að viðurkenna að framherjinn Oumar Diouck hefði viljandi sótt sér rautt spjald gegn Keflavík, í umspili Lengjudeildarinnar í fótbolta í gær. Leikbönn vegna uppsafnaðra spjalda strokast ekki út við það að deildarkeppninni sé nú lokið í Lengjudeildinni, og þurftu nokkrir leikmenn því að taka út bann í fyrstu leikjum umspilsins í gær. Diouck var svo búinn að safna sér sex gulum spjöldum og þar með einu gulu spjaldi frá því að lenda í banni í gær, og fékk það á 34. mínútu eftir að hafa skorað sitt nítjánda mark í sumar. En af því að aganefnd KSÍ fundar bara einu sinni í viku, á þriðjudögum, og úrskurðar þar menn í bönn vegna gulra spjalda þá hefði Diouck getað spilað seinni leikinn við Keflavík á sunnudag. Bannið hefði svo tekið gildi næsta miðvikudag og Diouck þurft að taka það út í úrslitaleik umspilsins, ef Njarðvík næði þangað. Diouck ákvað hins vegar í lok 2-1 sigurs Njarðvíkur í gær að sækja sér annað gult spjald, og þar með rautt. Það þýðir sjálfkrafa eins leiks bann sem hann tæki þá út á sunnudaginn. Með þessu vonuðust Njarðvíkingar til þess að Diouck gæti spilað úrslitaleikinn, sem liðið stefnir á að komast í. En eins og bent er á í grein Fótbolta.net í dag þá eru reglur FIFA þannig að sæki leikmenn sér viljandi spjald, til að hafa áhrif á hvenær þeir fara í bann, skuli þeir fá einn aukaleik í bann. Ramos fékk aukaleik í bann Frægt dæmi um þetta er frá því að Sergio Ramos fékk viljandi gult spjald í Meistaradeild Evrópu, í leik með Real Madrid gegn Ajax í 16-liða úrslitum 2019. Þannig vonaðist hann til þess að vera með hreint borð fyrir 8-liða úrslitin en þangað komst Real reyndar ekki. Geoffrey Kondogbia hafði þá lent í sams konar aðstæðum með Valencia í Evrópudeildinni. Ramos og Diouck eiga það sameiginlegt að fyrir liggur eins konar játning. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði þannig í viðtali við Fótbolta.net: „Seinna gula spjaldið þá er hann klárlega að reyna þetta til þess að gefa sér séns á að spila úrslitaleikinn ef við komumst þangað. Þetta er leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik til þess að mögulega spila úrslitaleikinn.“ Elmar slapp með skrekkinn í fyrra Svipað atvik varð í fyrra þegar Elmar Kári Cogic, leikmaður Aftureldingar, fékk viljandi rautt spjald til að geta strax tekið út bann og spilað úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins. Það plan hans gekk upp en stóri munurinn er sá að hvorki Elmar né þjálfari Aftureldingar, Magnús Már Einarsson, viðurkenndi að um viljaverk væri að ræða. Það kemur ekki í ljós fyrr en næsta þriðjudag, þegar Aganefnd KSÍ fundar, hver örlög Diouck verða. Mögulega verður leiktíðinni þó lokið þá hjá Njarðvíkingum en þeir eru 2-1 yfir fyrir heimaleik sinn í einvíginu við Keflavík. Það skýrist svo í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli 27. september hvaða lið vinnur umspilið og kemst upp í Bestu deild karla, en í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við HK og Þróttur þar sem HK-ingar eru 4-3 yfir. Lengjudeild karla UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leikbönn vegna uppsafnaðra spjalda strokast ekki út við það að deildarkeppninni sé nú lokið í Lengjudeildinni, og þurftu nokkrir leikmenn því að taka út bann í fyrstu leikjum umspilsins í gær. Diouck var svo búinn að safna sér sex gulum spjöldum og þar með einu gulu spjaldi frá því að lenda í banni í gær, og fékk það á 34. mínútu eftir að hafa skorað sitt nítjánda mark í sumar. En af því að aganefnd KSÍ fundar bara einu sinni í viku, á þriðjudögum, og úrskurðar þar menn í bönn vegna gulra spjalda þá hefði Diouck getað spilað seinni leikinn við Keflavík á sunnudag. Bannið hefði svo tekið gildi næsta miðvikudag og Diouck þurft að taka það út í úrslitaleik umspilsins, ef Njarðvík næði þangað. Diouck ákvað hins vegar í lok 2-1 sigurs Njarðvíkur í gær að sækja sér annað gult spjald, og þar með rautt. Það þýðir sjálfkrafa eins leiks bann sem hann tæki þá út á sunnudaginn. Með þessu vonuðust Njarðvíkingar til þess að Diouck gæti spilað úrslitaleikinn, sem liðið stefnir á að komast í. En eins og bent er á í grein Fótbolta.net í dag þá eru reglur FIFA þannig að sæki leikmenn sér viljandi spjald, til að hafa áhrif á hvenær þeir fara í bann, skuli þeir fá einn aukaleik í bann. Ramos fékk aukaleik í bann Frægt dæmi um þetta er frá því að Sergio Ramos fékk viljandi gult spjald í Meistaradeild Evrópu, í leik með Real Madrid gegn Ajax í 16-liða úrslitum 2019. Þannig vonaðist hann til þess að vera með hreint borð fyrir 8-liða úrslitin en þangað komst Real reyndar ekki. Geoffrey Kondogbia hafði þá lent í sams konar aðstæðum með Valencia í Evrópudeildinni. Ramos og Diouck eiga það sameiginlegt að fyrir liggur eins konar játning. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði þannig í viðtali við Fótbolta.net: „Seinna gula spjaldið þá er hann klárlega að reyna þetta til þess að gefa sér séns á að spila úrslitaleikinn ef við komumst þangað. Þetta er leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik til þess að mögulega spila úrslitaleikinn.“ Elmar slapp með skrekkinn í fyrra Svipað atvik varð í fyrra þegar Elmar Kári Cogic, leikmaður Aftureldingar, fékk viljandi rautt spjald til að geta strax tekið út bann og spilað úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins. Það plan hans gekk upp en stóri munurinn er sá að hvorki Elmar né þjálfari Aftureldingar, Magnús Már Einarsson, viðurkenndi að um viljaverk væri að ræða. Það kemur ekki í ljós fyrr en næsta þriðjudag, þegar Aganefnd KSÍ fundar, hver örlög Diouck verða. Mögulega verður leiktíðinni þó lokið þá hjá Njarðvíkingum en þeir eru 2-1 yfir fyrir heimaleik sinn í einvíginu við Keflavík. Það skýrist svo í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli 27. september hvaða lið vinnur umspilið og kemst upp í Bestu deild karla, en í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við HK og Þróttur þar sem HK-ingar eru 4-3 yfir.
Lengjudeild karla UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira