Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 12:01 Leikmenn Monaco áttu erfitt með að höndla hitann og fækkuðu fötum í flugvélinni. Skjáskot/Snapchat Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira