Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 17:16 Nicolas Jackson var ánægður með að komast til Bayern. Getty/M. Donato Aðeins sextán dögum eftir að hafa loks fengið það í gegn að komast að láni frá Chelsea til Bayern München gæti Nicolas Jackson gert félaginu sem á hann grikk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira