Lífið

Ei­ríkur og Alma selja smekk­lega hæð í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimili hjónanna er umvafið dökkri litapallettu og heillandi smáatriðum.
Heimili hjónanna er umvafið dökkri litapallettu og heillandi smáatriðum.

Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar, og eiginkona hans Alma Jóhanna Árnadóttir, PCC markþjálfi og grafískur hönnuður, hafa sett fallega hæð við Bjarkarás í Garðabæ á sölu.

Um er að ræða 143 fermetra efri hæð með sérinngangi í tvíbýlihúsi sem var byggt árið 2006. Ásett verð er 129,9 milljónir.

Heimilið er innréttað á heillandi máta, en dökkmálaðir veggir og loft, listaverk og falleg smáatriði eru í aðalhlutverki og gefa eigninni mikinn karakter. 

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í rúmgóðu rými með dökkum flísumr á gólfi og stórum gluggum. Frá rýminu er útgengt á suðursvalir með fallegu útsýni. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting með ljósum stein á borðum og góðu skápaplássi.

Samtals eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.