„Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 11:32 Andrea Kolbeinsdóttir er einn fremsti utanvegahlaupari Íslands. sýn sport Landslið Íslands í utanvegahlaupum undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram 25.-28. september á Spáni. Hin fjölhæfa Andrea Kolbeinsdóttir kveðst spennt fyrir mótinu. Keppt er í tveimur vegalengdum, 45 og 82 kílómetrum, og sendir Ísland sex karla og sex konur til leiks á HM. Andrea vann Laugarvegshlaupið í sumar og er í góðu formi fyrir heimsmeistaramótið. „Það er geggjað að það sé loksins komið að þessu. Maður er búinn að telja niður síðan maður kláraði Evrópumeistaramótið í fyrra. Þá vissi maður alltaf af þessu sem næsta stóra utanvegamarkmiði. Ég er orðin mjög spennt,“ sagði Andrea í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur „Maður er búinn að hugsa um þetta í meira en ár en auðvitað eru önnur verkefni búin að koma í millitíðinni. En þetta er eitt af því langstærsta.“ Andrea segir undirbúninginn fyrir HM hafa gengið vel. Verður góð áskorun „Ég er búin að einbeita mér að öðru líka en síðustu tvo mánuði hefur maður tekið lengri túra og fleiri hæðarmetra og finnur akkúrat formið kikka inn núna. Ég finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma sem er mjög góð tilfinning,“ sagði Andrea sem ætlar að hlaupa 82 kílómetra. Þeir eru með 5.400 metra hækkun svo um mikla þrekraun er að ræða. „Þetta verður góð áskorun en ég er mjög spennt,“ sagði Andrea. Muna að næra sig Hún kveðst vera með háleit markmið og er meðvituð um að hún þurfi að takast á við mótlæti. „Það getur verið hiti, hæð og þetta er þannig séð það lengsta sem ég hef tekið í tíma á fótum; svona mikil ákefð og svona mikil hækkun. Maður þarf að muna að næra sig jafnt og þétt í gegnum allt hlaupið til að missa ekki orkuna í lokin. Þetta verður erfitt en maður veit það,“ sagði Andrea sem fagnar því að vera hluti af góðum hóp íslenskra hlaupara sem æfa mikið saman. En hver eru markmiðin fyrir HM? „Það er erfitt að segja með tíma, því maður veit ekki brautina, og sæti því maður þekkir ekki alla keppinautana. En ég ætla að vera eins ofarlega og ég get,“ sagði Andrea. Viðtalið við Andreu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Keppt er í tveimur vegalengdum, 45 og 82 kílómetrum, og sendir Ísland sex karla og sex konur til leiks á HM. Andrea vann Laugarvegshlaupið í sumar og er í góðu formi fyrir heimsmeistaramótið. „Það er geggjað að það sé loksins komið að þessu. Maður er búinn að telja niður síðan maður kláraði Evrópumeistaramótið í fyrra. Þá vissi maður alltaf af þessu sem næsta stóra utanvegamarkmiði. Ég er orðin mjög spennt,“ sagði Andrea í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur „Maður er búinn að hugsa um þetta í meira en ár en auðvitað eru önnur verkefni búin að koma í millitíðinni. En þetta er eitt af því langstærsta.“ Andrea segir undirbúninginn fyrir HM hafa gengið vel. Verður góð áskorun „Ég er búin að einbeita mér að öðru líka en síðustu tvo mánuði hefur maður tekið lengri túra og fleiri hæðarmetra og finnur akkúrat formið kikka inn núna. Ég finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma sem er mjög góð tilfinning,“ sagði Andrea sem ætlar að hlaupa 82 kílómetra. Þeir eru með 5.400 metra hækkun svo um mikla þrekraun er að ræða. „Þetta verður góð áskorun en ég er mjög spennt,“ sagði Andrea. Muna að næra sig Hún kveðst vera með háleit markmið og er meðvituð um að hún þurfi að takast á við mótlæti. „Það getur verið hiti, hæð og þetta er þannig séð það lengsta sem ég hef tekið í tíma á fótum; svona mikil ákefð og svona mikil hækkun. Maður þarf að muna að næra sig jafnt og þétt í gegnum allt hlaupið til að missa ekki orkuna í lokin. Þetta verður erfitt en maður veit það,“ sagði Andrea sem fagnar því að vera hluti af góðum hóp íslenskra hlaupara sem æfa mikið saman. En hver eru markmiðin fyrir HM? „Það er erfitt að segja með tíma, því maður veit ekki brautina, og sæti því maður þekkir ekki alla keppinautana. En ég ætla að vera eins ofarlega og ég get,“ sagði Andrea. Viðtalið við Andreu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira