Enski boltinn

Fær 54 milljónir í viku­laun en æfir einn og yfir­gefinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raheem Sterling þarf að æfa einn síns liðs.
Raheem Sterling þarf að æfa einn síns liðs.

Raheem Sterling virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea en Enzo Maresca, knattspyrnustjóri liðsins, hefur tjáð honum að hann eigi sér enga framtíð hjá því.

Ekki nóg með að Sterling muni líklega ekki spila aftur fyrir Chelsea heldur má hann heldur ekki einu sinni æfa með aðalliðinu.

Í gærkvöldu birti Sterling myndir af Cobham, æfingasvæði Chelsea, þar sem hann var einn á æfingu.

Þrátt fyrir að fá ekki að æfa eða spila með Chelsea þarf Sterling ekki að hafa áhyggjur af afkomunni því hann er með 325 þúsund pund í vikulaun, eða 54 milljónir króna.

Há laun Sterlings eru talin hafa fælt önnur félög frá honum. Fjársterk félög í Sádi-Arabíu gætu samið við hann en hann hefur hins vegar engan áhuga á að fara þangað.

Auk Sterlings mega Renato Veiga og Axel Disasi ekki æfa með aðalliði Chelsea og eiga sér enga framtíð hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×