Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 10:00 Brian Kilmeade er einn af stjórnendum Fox & Friends, sem ku vera einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna. AP/Ted Shaffrey Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025 Bandaríkin Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025
Bandaríkin Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira