Körfubolti

Þjóð­verjar Evrópu­meistarar í annað sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þjóðverjar eru Evrópumeistarar í körfubolta í annað sinn í sögunni.
Þjóðverjar eru Evrópumeistarar í körfubolta í annað sinn í sögunni. Hendrik Osula/FIBA via Getty Images

Heimsmeistarar Þjóðverja tryggðu sér í kvöld Evrópumeistaratitilinn í körfubolta í annað sinn í sögunni. 

Tyrkir og Þjóðverjar áttust við í úrslitum Evrópumótsins í körfubolta í kvöld í leik sem bauð upp á mikla spennu.

Þjóðverjar leiddu með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta, en góður kafli Tyrkja undir lok fyrri hálfleiksins þýddi að þeir höfðu sex stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 46-40.

Síðari hálfleikur var ekki síður spennandi og liðin skiptust sex sinnum á forystunni í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða náðu Tyrkir sex stiga forskoti snemma, en eftir það var allt í járnum.

Þjóðverjar söxuðu jafnt og þétt á lítið forskot Tyrkja og náðu loks forystunni í stöðunni 76-77. Aftur náðu Þjóðverjar forystunni í stöðunni 81-82 og í þriðja skipti í leikhlutanum í stöðunni 83-84. Eftir það héldu Þjóðverjar forystunni það sem eftir lifði leiks og lokatölur urðu  , Þjóðverjum í vil.

Þjóðverjar eru því Evrópumeistarar í körfubolta í annað sinn í sögunni, en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. Tyrkir þurfa þó enn að bíða eftir sínum fyrsta Evrópumeistaratitli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×