Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:46 Pep Guardiola og Ruben Amorim vonast báðir eftir að sjá lið sín hrökkva almennilega í gang í dag eftir slappa byrjun á tímabilinu. Getty/Mike Hewitt Í fyrsta sinn í fimm ár er Manchester United fyrir ofan Manchester City fyrir grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Rúben Amorim telur það hins vegar algjört grín að segja pressuna svipaða á sér og Pep Guardiola. Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram. Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram.
Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira