„Draumur síðan ég var krakki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2025 08:01 Sigfús fagnar með stuðningsfólki Þórs í leikslok. Vísir/Ernir Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira