„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 11:01 Benjamin Sesko hefur ekki enn skorað fyrir Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný um helgina eftir fyrsta landsleikjahlé tímabilsins. Margir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að liðinu sínu í Fantasy og strákarnir í hlaðvarpinu Fantasýn fóru yfir stöðuna í síðasta þætti, meðal annars hvað gera ætti við Benjamin Sesko, framherja Manchester United. Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira