Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2025 22:01 Luka Doncic lenti í villuvandræðum gegn Þýskalandi eins og nokkrir aðrir leikmenn Slóveníu. getty/Matthias Stickel Dómarar leiks Þýskalands og Slóveníu í átta liða úrslitum á EM í körfubolta karla verða eflaust ekki á jólakortalista slóvensku leikmannanna og þjálfaranna. Þeir voru vægast sagt ósáttir við störf dómaratríósins í kvöld. Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum á vítalínunni og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum á vítalínunni og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira