Álftanes mætir stórliði Benfica Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. september 2025 17:31 David Okeke verður með Álftnesingum í Portúgal. vísir/hulda margrét Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira