Enski boltinn

Man. Utd er ekki eins lé­legt og flestir halda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bruno Fernandes og félagar eru á uppleið samkvæmt tölfræðinni en kunna bara ekki að skora. Það er vissulega ákveðið vandamál.
Bruno Fernandes og félagar eru á uppleið samkvæmt tölfræðinni en kunna bara ekki að skora. Það er vissulega ákveðið vandamál. vísir/getty

Þar sem Man. Utd hefur aðeins unnið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl er erfitt að halda því fram að liðið sé að bæta sig. Eða hvað?

Tölurnar sýna nefnilega að liðið sé að bæta sig og hefði í raun átt að fá fleiri stig en raun ber vitni. Það er klaufaskapurinn sem verður liðinu að falli.

Aðeins Tottenham hefur fengið færri stig í síðustu tíu leikjum deildarinnar en tölfræðin sýnir að United er ekki bara háð klaufaskap andstæðinganna til að fá stig.

Það hefur nefnilega ekkert lið átt fleiri marktilraunir í þessum leikjum en Man. Utd. Liðið hefur líka fengið næstfæst skot á sig.

Vandamálið er að gera eitthvað við færin en Man. Utd er í efsta sæti yfir klaufaskap í teig andstæðinganna. Liðið skorar einfaldlega ekki úr færunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×