„Þetta situr enn þá í mér í dag“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. september 2025 11:30 Aron Pálmarsson segir tapið á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna 2012 enn sitja í honum. Íslenska liðið hefði átt að spila til verðlauna. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson segir tapið gegn Ungverjum á Ólympíuleiknum 2012 enn sitja í honum og það séu stærstu vonbrigðin á mögnuðum ferli. Hann segist sáttur við þá ákvörðun að vera endanlega hættur í handbolta, þrátt fyrir að það sé stórmót framundan hjá landsliðinu. Aron er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og ræddi hann þar um handboltaferilinn og lok hans. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að taka stórar ákvarðanir og þegar ég tók þessa ákvörðun var ég bara búinn að taka hana. Ástæðan fyrir því að ég hætti núna var fyrst og fremst að ég fann að ástríðan fyrir leiknum væri að fara niður,“ segir Aron í þættinum. „Það komu alltaf smá fiðrildi fyrir stóru leikina, en ég man eftir því þegar ég var að spila í átta liða úrslitum í meistaradeildinni og fann fyrir leikinn að það vantaði einhvern neista sem hafði alltaf verið þarna. Það fór gjörsamlega með mig og ég man að eftir leikinn fannst mér ég allt í einu vera í þessu á röngum forsendum. Þetta var ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég ákvað að hætta. Mér hafði aldrei fundist erfitt að peppa mig í að vera alltaf með fullan fókus og fulla ástríðu,“ segir hann. „En svo kom líka þessi hugsun hjá mér hvort ég ætti að taka tvö-þrjú ár þar sem ég væri kominn í minni rullu og þægilegra hlutverk eða þægilegri deildir, en ég vildi það bara ekki. Það að ég myndi ekki fá boltann þegar það væru nokkrar mínútur eftir var eitthvað sem ég átti erfitt með að hugsa mér. Sú hugsun kom alveg upp að fara til Katar eða annað þar sem væru góð laun en auðveldari deild, en það var aldrei raunverulegur kostur fyrir mig.“ „Auðvitað skrítið að vera ekki með“ Hann segir það hafa gerst mjög hratt að hann áttaði sig á því að ferillinn væri að styttast í annan endann. „Mér fannst vera ógeðslega langt í endann á ferlinum alveg fyrstu tíu til ellefu árin. Þú ert ungur svo lengi og alveg frá nítján til þrjátíu ára líður þér eins og það sé mjög mikið eftir. En svo ertu bara allt í einu kominn í eldra liðið í fótbolta í upphitun og svo er maður allt í einu orðinn einn sá elsti í liðinu. Þetta gerist rosalega hratt og maður fattar þetta bara allt í einu,“ segir Aron. Aron spilaði sinn síðasta landsleik á móti Króatíu á HM 2025 í janúar.Vísir/Vilhelm „Núna þegar það fer að styttast í stórmót í janúar er ég auðvitað stöðugt spurður að því hvort það kitli ekki að taka upp skóna aftur, en svarið er bara nei,“ bætir hann við. Aron ræddi ákvörðunina um að hætta við nokkra félaga sína og kollega áður en hann tilkynnti hana opinberlega. „Við Guðjón Valur erum mjög góðir vinir og hann sagði mér bara að vera búinn undir það að í janúar og maí myndi ég líklega þurfa að fara í gegnum tilfinningar um að vilja vera á vellinum. Annars vegar með landsliðinu á stórmóti og svo í stærsta glugganum hjá félagsliðinu,“ segir hann. Sjá einnig: Aron ráðinn til FH „Það verður auðvitað skrítið að vera ekki með þegar EM verður flautað til leiks og Ísland komið út á gólfið. En ég hef engan áhuga á að fara aftur á handboltaæfingu og er mjög sáttur við þessa ákvörðun.“ „Erfitt að finna aftur leikgleðina“ Aron ræddi við Sölva um hvernig það er að upplifa æskudraum sinn um að verða atvinnumaður en finna síðan fyrir pressunni sem fylgir í kjölfarið. „Það getur verið erfitt að finna aftur leikgleðina sem maður hafði sem barn og unglingur þegar það er komin mikil pressa og góð laun og þetta er orðin vinnan þín og búið að vera í langan tíma. Það hljómar kannski vanþakklátt, en ég held fólk geti farið að finna leiða í öllum störfum, alveg sama hvað þau eru frábær og þó að þú hefðir gefið allt fyrir það sem barn,“ segir hann. Leikgleðin hafi komið aftur hjá Aroni þegar hann kom til Íslands að spila fyrir FH í eitt ár. „Meðvitaður um að það væri komið á seinni hlutann kom aftur inn mikið þakklæti og gleði yfir því að fá að spila handbolta á þessu leveli. Þá var ég búinn að vera á Íslandi í ár, en að komast aftur til Vesprem og fá að spila þar kveikti aftur krakkann í mér. Þarna fór ég aftur að hlakka til að mæta á allar æfingar og leikgleðin kviknaði algjörlega upp á nýtt,“ segir Aron. Enginn í liðinu hafi horft aftur á leikinn Aron fer í þættinum yfir stærstu sigrana og erfiðustu ósigrana á ferlinum. Þar svíða Ólympíuleikarnir 2012 mest. „Þetta situr enn þá í mér í dag. Þegar ég lít til baka á landsliðsferilinn þá eru ákveðin vonbrigði þó að við höfum náð þarna þriðja sæti og medalíu 2010, en ég ætlaði mér alltaf að ná í fleiri medalíur. Við vorum í mesta sénsinum frá 2011 til 2013,“ segir hann. „Væntingarnar frá þjóðinni voru ekkert brjálaðar fyrir mótið og við sjálfir vorum líka alveg jarðtengdir. En við fundum það og sáum fyrir mótið að við vorum með raunverulegan möguleika á að vinna þetta mót. Fókusinn var rosalegur og það sást alveg í riðlakeppninni þegar við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum okkar. Eftir þá sigra fann maður alveg að væntingarnar hjá íslensku þjóðinni ruku upp. Við unnum riðilinn og mættum svo Ungverjum í átta liða úrslitum, sem voru auðvitað mjög sterkir þó að þeir hafi verið í fjórða sæti í sínum riðli,“ segir hann. „Ég hef aldrei horft á þennan leik aftur, en í minningunni var þetta mjög jafnt allan tímann, en tilfinningin var alltaf að við myndum svo taka þetta í lokin. En svo klúðrum við víti í blálokin og þeir fara beint upp og skora og svo bara töpum við leiknum og mótið búið. Ég man að ég raunverulega trúði þessu ekki í nokkra daga á eftir,” segir Aron. „Svo gerði það þetta ekki auðveldara að Svíar og Frakkar mættust í úrslitum, hvoru tveggja lið sem við vorum nýbúnir að vinna. Ég mun aldrei horfa á þennan leik og þar af leiðandi aldrei leikgreina þetta neitt nánar. Ég held að enginn í liðinu hafi horft á þennan leik aftur og muni ekki gera. Þegar við hittumst, þá ræðum við þetta aldrei og ef einhver kemur að okkur til að tala um þetta skiptum við bara um umræðuefni. Þetta voru klárlega stærstu vonbrigðin á ferlinum og situr rosalega í manni.“ Þakklátur foreldrunum fyrir gott veganesti Sölvi tók viðtal við Aron þegar hann var að byrja ferilinn sautján ára gamall. Í þættinum spyr Sölvi nú hvort Aron hafi séð þennan feril fyrir sér þá. „Ég var reyndar með svo gott sjálfstraust á þessum tíma að ég ætlaði mér alltaf alla leið. Ég sá alltaf fyrir mér að spila í bestu liðunum og það var alltaf markmiðið að eiga svona feril. En ég gerði mér samt enga grein fyrir því hve mikil vinna það yrði og hvernig vegferðin myndi verða. Maður er pínu naív þegar maður er svona ungur og flytur einn til útlanda í fyrsta sinn,“ segir Aron. „Svo sér maður fljótt að þetta er allt talsvert stærra en maður áttaði sig á og svo kemur inn pressa og annað sem maður áttar sig ekki á þegar maður er bara ungur og fullur af ástríðu,“ segir hann. Hins vegar sé hann ánægður með hvað hann var með einfalt sjónarmið á atvinnumennskuna þegar hann fór fyrst út og þakklátur fyrir það hvað foreldrar hans ólu hann vel upp. „Þegar ég horfi til baka er ég mjög þakklátur fyrir þennan feril og allt það sem ég hef fengið að upplifa,“ segir hann að lokum. Hægt er að horfa á viðtalið við Aron hér að neðan: Tímamót Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Aron er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og ræddi hann þar um handboltaferilinn og lok hans. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að taka stórar ákvarðanir og þegar ég tók þessa ákvörðun var ég bara búinn að taka hana. Ástæðan fyrir því að ég hætti núna var fyrst og fremst að ég fann að ástríðan fyrir leiknum væri að fara niður,“ segir Aron í þættinum. „Það komu alltaf smá fiðrildi fyrir stóru leikina, en ég man eftir því þegar ég var að spila í átta liða úrslitum í meistaradeildinni og fann fyrir leikinn að það vantaði einhvern neista sem hafði alltaf verið þarna. Það fór gjörsamlega með mig og ég man að eftir leikinn fannst mér ég allt í einu vera í þessu á röngum forsendum. Þetta var ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég ákvað að hætta. Mér hafði aldrei fundist erfitt að peppa mig í að vera alltaf með fullan fókus og fulla ástríðu,“ segir hann. „En svo kom líka þessi hugsun hjá mér hvort ég ætti að taka tvö-þrjú ár þar sem ég væri kominn í minni rullu og þægilegra hlutverk eða þægilegri deildir, en ég vildi það bara ekki. Það að ég myndi ekki fá boltann þegar það væru nokkrar mínútur eftir var eitthvað sem ég átti erfitt með að hugsa mér. Sú hugsun kom alveg upp að fara til Katar eða annað þar sem væru góð laun en auðveldari deild, en það var aldrei raunverulegur kostur fyrir mig.“ „Auðvitað skrítið að vera ekki með“ Hann segir það hafa gerst mjög hratt að hann áttaði sig á því að ferillinn væri að styttast í annan endann. „Mér fannst vera ógeðslega langt í endann á ferlinum alveg fyrstu tíu til ellefu árin. Þú ert ungur svo lengi og alveg frá nítján til þrjátíu ára líður þér eins og það sé mjög mikið eftir. En svo ertu bara allt í einu kominn í eldra liðið í fótbolta í upphitun og svo er maður allt í einu orðinn einn sá elsti í liðinu. Þetta gerist rosalega hratt og maður fattar þetta bara allt í einu,“ segir Aron. Aron spilaði sinn síðasta landsleik á móti Króatíu á HM 2025 í janúar.Vísir/Vilhelm „Núna þegar það fer að styttast í stórmót í janúar er ég auðvitað stöðugt spurður að því hvort það kitli ekki að taka upp skóna aftur, en svarið er bara nei,“ bætir hann við. Aron ræddi ákvörðunina um að hætta við nokkra félaga sína og kollega áður en hann tilkynnti hana opinberlega. „Við Guðjón Valur erum mjög góðir vinir og hann sagði mér bara að vera búinn undir það að í janúar og maí myndi ég líklega þurfa að fara í gegnum tilfinningar um að vilja vera á vellinum. Annars vegar með landsliðinu á stórmóti og svo í stærsta glugganum hjá félagsliðinu,“ segir hann. Sjá einnig: Aron ráðinn til FH „Það verður auðvitað skrítið að vera ekki með þegar EM verður flautað til leiks og Ísland komið út á gólfið. En ég hef engan áhuga á að fara aftur á handboltaæfingu og er mjög sáttur við þessa ákvörðun.“ „Erfitt að finna aftur leikgleðina“ Aron ræddi við Sölva um hvernig það er að upplifa æskudraum sinn um að verða atvinnumaður en finna síðan fyrir pressunni sem fylgir í kjölfarið. „Það getur verið erfitt að finna aftur leikgleðina sem maður hafði sem barn og unglingur þegar það er komin mikil pressa og góð laun og þetta er orðin vinnan þín og búið að vera í langan tíma. Það hljómar kannski vanþakklátt, en ég held fólk geti farið að finna leiða í öllum störfum, alveg sama hvað þau eru frábær og þó að þú hefðir gefið allt fyrir það sem barn,“ segir hann. Leikgleðin hafi komið aftur hjá Aroni þegar hann kom til Íslands að spila fyrir FH í eitt ár. „Meðvitaður um að það væri komið á seinni hlutann kom aftur inn mikið þakklæti og gleði yfir því að fá að spila handbolta á þessu leveli. Þá var ég búinn að vera á Íslandi í ár, en að komast aftur til Vesprem og fá að spila þar kveikti aftur krakkann í mér. Þarna fór ég aftur að hlakka til að mæta á allar æfingar og leikgleðin kviknaði algjörlega upp á nýtt,“ segir Aron. Enginn í liðinu hafi horft aftur á leikinn Aron fer í þættinum yfir stærstu sigrana og erfiðustu ósigrana á ferlinum. Þar svíða Ólympíuleikarnir 2012 mest. „Þetta situr enn þá í mér í dag. Þegar ég lít til baka á landsliðsferilinn þá eru ákveðin vonbrigði þó að við höfum náð þarna þriðja sæti og medalíu 2010, en ég ætlaði mér alltaf að ná í fleiri medalíur. Við vorum í mesta sénsinum frá 2011 til 2013,“ segir hann. „Væntingarnar frá þjóðinni voru ekkert brjálaðar fyrir mótið og við sjálfir vorum líka alveg jarðtengdir. En við fundum það og sáum fyrir mótið að við vorum með raunverulegan möguleika á að vinna þetta mót. Fókusinn var rosalegur og það sást alveg í riðlakeppninni þegar við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum okkar. Eftir þá sigra fann maður alveg að væntingarnar hjá íslensku þjóðinni ruku upp. Við unnum riðilinn og mættum svo Ungverjum í átta liða úrslitum, sem voru auðvitað mjög sterkir þó að þeir hafi verið í fjórða sæti í sínum riðli,“ segir hann. „Ég hef aldrei horft á þennan leik aftur, en í minningunni var þetta mjög jafnt allan tímann, en tilfinningin var alltaf að við myndum svo taka þetta í lokin. En svo klúðrum við víti í blálokin og þeir fara beint upp og skora og svo bara töpum við leiknum og mótið búið. Ég man að ég raunverulega trúði þessu ekki í nokkra daga á eftir,” segir Aron. „Svo gerði það þetta ekki auðveldara að Svíar og Frakkar mættust í úrslitum, hvoru tveggja lið sem við vorum nýbúnir að vinna. Ég mun aldrei horfa á þennan leik og þar af leiðandi aldrei leikgreina þetta neitt nánar. Ég held að enginn í liðinu hafi horft á þennan leik aftur og muni ekki gera. Þegar við hittumst, þá ræðum við þetta aldrei og ef einhver kemur að okkur til að tala um þetta skiptum við bara um umræðuefni. Þetta voru klárlega stærstu vonbrigðin á ferlinum og situr rosalega í manni.“ Þakklátur foreldrunum fyrir gott veganesti Sölvi tók viðtal við Aron þegar hann var að byrja ferilinn sautján ára gamall. Í þættinum spyr Sölvi nú hvort Aron hafi séð þennan feril fyrir sér þá. „Ég var reyndar með svo gott sjálfstraust á þessum tíma að ég ætlaði mér alltaf alla leið. Ég sá alltaf fyrir mér að spila í bestu liðunum og það var alltaf markmiðið að eiga svona feril. En ég gerði mér samt enga grein fyrir því hve mikil vinna það yrði og hvernig vegferðin myndi verða. Maður er pínu naív þegar maður er svona ungur og flytur einn til útlanda í fyrsta sinn,“ segir Aron. „Svo sér maður fljótt að þetta er allt talsvert stærra en maður áttaði sig á og svo kemur inn pressa og annað sem maður áttar sig ekki á þegar maður er bara ungur og fullur af ástríðu,“ segir hann. Hins vegar sé hann ánægður með hvað hann var með einfalt sjónarmið á atvinnumennskuna þegar hann fór fyrst út og þakklátur fyrir það hvað foreldrar hans ólu hann vel upp. „Þegar ég horfi til baka er ég mjög þakklátur fyrir þennan feril og allt það sem ég hef fengið að upplifa,“ segir hann að lokum. Hægt er að horfa á viðtalið við Aron hér að neðan:
Tímamót Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning