Sport

Dag­skráin í dag: Strákarnir okkar í París, læri­sveinar Heimis og Eng­land í Serbíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvað gera strákarnir okkar í París?
Hvað gera strákarnir okkar í París? vísir/anton

Það eru nokkrir áhugaverðir leikir í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fara í kvöld. Strákarnir okkar mæta ógnarsterku liði Frakklands ytra á meðan England sækir Serbíu heim.

Sýn Sport

Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir stórleik Frakklands og Íslands. Leikurinn sjálfur hefst 18.45. Að honum loknum er svo Uppgjörið á dagskrá.

Klukkan 21.20 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir 1. umferð NFL-deildarinnar.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 15.50 hefst útsending frá Armeníu þar sem lærisveinar Heimis Hallgrímsson í Írlandi eru í heimsókn. Um er að ræða leik í undankeppni HM 2026. Írland gerði 2-2 jafntefli við Ungverjaland í 1. umferð undankeppninnar og þarf því á sigri að halda í kvöld.

Klukkan 18.35 færum við okkur til Serbíu þar sem Englendingar eru í heimsókn. England vann aðeins 2-0 sigur á Andorra í 1. umferð og sæti þjálfarans Thomas Tuchel því strax farið að hitna.

Klukkan 22.30 er leikur Cleveland Guardians og Kansas City Royals í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×