Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2025 09:58 Þórdís Björk gerði stólpagrín að Birni bróður sínum á TikTok og hefur myndbandið af kaffimáli hans vakið gríðarlega athygli. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, lenti í óheppilegu atviki um helgina þegar hann fékk sér þrjá kaffibolla úr „skringilega stórri“ krús. Bollinn reyndist þegar á daginn kom vera fyrir klósettbursta en ekki kaffi. Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“ Grín og gaman Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“
Grín og gaman Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning