Tónlist

Lauf­ey Lín endar Evróputúrinn á Ís­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Laufey Lín
Laufey Lín AP/Chris Pizzello

Stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir endar Evróputúrinn á Íslandi og efnir til stórtónleika í Kórnum, laugardaginn 14. mars á næsta ári.

Almenn sala á tónleikana hefst þann 12. september næstkomandi klukkan 9. Forsala fer fram 10. september kl. 9. En póstlistaforsala Senu Live hefst 11. september kl.9. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

A Matter of Time, hennar þriðja plata, er nýkomin út og hefur fengið góð viðbrögð. Platan markar hápunktinn á ótrúlegu ferðalagi sem hófst þegar hún spilaði á selló með Sinfóníuhljómsveit Íslands á unglingsaldri og samdi sitt fyrsta útgefna lag á meðan hún stundaði nám við Berklee College of Music.

Ferill Laufeyjar hefur verið stórbrotinn og afrek hennar hafa hrannast upp; má þar nefna yfir 4,25 milljarða spilanir á streymisveitum, 23 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, stærstu útgáfu á djassplötu í sögu Spotify, plata á Billboard Top 20, fjöldinn allur af platínusölum, sæti á Forbes 30 Under 30 listanum og árið 2025 var hún útnefnd ein af Konum ársins (Women of the Year) af tímaritinu TIME.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.