Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2025 10:03 HIldur Vala vann Idol Stjörnuleit fyrir tuttugu árum síðan. Þótt ótrúlegt megi virðast eru tuttugu ár síðan að Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol stjörnuleit. Hún varð landsþekkt nánast á einni nóttu og gerir upp þennan tuttugu ára feril á tónleikum í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld. Hildur Vala segist ekkert muna eftir stundinni þegar að nafnið hennar var lesið upp og það var ljóst að hún væri Idol-stjarna Íslands. „Nei, ég man það ekki beinlínis. Og ég hef eiginlega ekki horft mikið á þetta síðan en fjölskyldan og börnin hafa aðeins verið að rýna í þetta efni,“ segir Hildur Vala og bætir við að henni hafi verið alveg sama hvort hún myndi vinna eður ei. Mamma hennar Hildar Völu skráði hana í Idolið þegar hún var 23 ára gömul. Þá var hún nýkomin heim frá Danmörku úr lýðháskólanámi en hafði sungið eitthvað áður, vann til að mynda Söngkeppnina Samfés ásamt vinkonu sinni. Á þessum tíma var Idolið nánast nýtt og keppendur í Idolinu voru gjörsamlega úti um allt. Lifðu sannkölluðu lúxuslífi. London og New York „Við fórum til London. Við fórum norður. Við fórum til New York. Það var bara glæsilíf þarna. Þyrluflug í New York. Þetta var svona stjörnulíf sem er skrýtið að hugsa til eftir á,“ segir tónlistarkonan þegar hún rifjar upp Idolið. Tónlistin og Idol-keppnin leiddi Hildi Völu að tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni sem sá um tónlistarstjórn í Idol stjörnuleit. Þau unnu saman að fyrstu plötu Hildar Völu og síðan kviknaði neisti. Sambandið var mikið á milli tannanna á fólki, sér í lagi 19 ára aldursmunurinn. Þau eiga fjögur börn saman og gengur vel. Hún var ekki aðdáandi Ný danskrar þegar þau hnutu um hvort annað en er það sannarlega í dag. „Það var einhver sem gróf upp auglýsingu í Æskunni þegar ég var áskrifandi að Æskunni. Þá er auglýsing: Óska eftir plakati með David Hasselhoff sem var í Baywatch. Get látið í staðinn plakat með Ný dönsk og síðan komu fleiri. Ég vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Ný dönsk.“ Eins og áður segir gerir Hildur Vala upp ferilinn í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld, en miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Hildi Völu sem birtist í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Ísland í dag Tónlist Idol Tónleikar á Íslandi Menning Tímamót Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Hildur Vala segist ekkert muna eftir stundinni þegar að nafnið hennar var lesið upp og það var ljóst að hún væri Idol-stjarna Íslands. „Nei, ég man það ekki beinlínis. Og ég hef eiginlega ekki horft mikið á þetta síðan en fjölskyldan og börnin hafa aðeins verið að rýna í þetta efni,“ segir Hildur Vala og bætir við að henni hafi verið alveg sama hvort hún myndi vinna eður ei. Mamma hennar Hildar Völu skráði hana í Idolið þegar hún var 23 ára gömul. Þá var hún nýkomin heim frá Danmörku úr lýðháskólanámi en hafði sungið eitthvað áður, vann til að mynda Söngkeppnina Samfés ásamt vinkonu sinni. Á þessum tíma var Idolið nánast nýtt og keppendur í Idolinu voru gjörsamlega úti um allt. Lifðu sannkölluðu lúxuslífi. London og New York „Við fórum til London. Við fórum norður. Við fórum til New York. Það var bara glæsilíf þarna. Þyrluflug í New York. Þetta var svona stjörnulíf sem er skrýtið að hugsa til eftir á,“ segir tónlistarkonan þegar hún rifjar upp Idolið. Tónlistin og Idol-keppnin leiddi Hildi Völu að tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni sem sá um tónlistarstjórn í Idol stjörnuleit. Þau unnu saman að fyrstu plötu Hildar Völu og síðan kviknaði neisti. Sambandið var mikið á milli tannanna á fólki, sér í lagi 19 ára aldursmunurinn. Þau eiga fjögur börn saman og gengur vel. Hún var ekki aðdáandi Ný danskrar þegar þau hnutu um hvort annað en er það sannarlega í dag. „Það var einhver sem gróf upp auglýsingu í Æskunni þegar ég var áskrifandi að Æskunni. Þá er auglýsing: Óska eftir plakati með David Hasselhoff sem var í Baywatch. Get látið í staðinn plakat með Ný dönsk og síðan komu fleiri. Ég vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Ný dönsk.“ Eins og áður segir gerir Hildur Vala upp ferilinn í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld, en miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Hildi Völu sem birtist í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi.
Ísland í dag Tónlist Idol Tónleikar á Íslandi Menning Tímamót Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira