Vara við „Lafufu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2025 22:02 Labubu-bangsarnir eru gríðarlega vinsælir. Getty/Tang Wanwei Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta í dag hjá yngri kynslóðinni og seljast slíkir á hundruð þúsunda á endursölumarkaði. Slegist hefur verið um dúkkurnar í verslunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað við eftirlíkingum bangsanna. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Hvað skýrir vinsældirnar? Ekki er hægt að segja fyrir vissu hvers vegna Labubu varð svo vinsælt en bangsarnir eru einnig umdeildir víða. Til dæmis hafa Rússar skoðað að banna þá þar sem ógnvekjandi útlit þeirra geti hrætt börn og yfirvöld í kúrdíska hluta Íraks hafa bannað sölu á þeim af sömu ástæðu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur í versluninni Pop Mart, sem er eini staðurinn þar sem þú getur verið viss um að þú sért að kaupa alvöru Labubu. Og í endursölu kosta vinsælustu og sjaldgæfustu bangsarnir hundruð þúsunda króna. Á Íslandi er í það minnsta ein verslun, Zolo og Co, sem verslar bangsa beint frá Pop Mart erlendis og selur alvöru Labubu. Labubu eða Lafufu? Þegar þú kaupir bangsa kemur hann í lokaðri pakkningu og því veit kaupandinn ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og þeir því verðmætari fyrir vikið. Það ber að hafa varann á þegar keyptur er Labubu þar sem á markaðinum eru fjöldi eftirlíkinga. Þær eru svo algengar að þær hafa eignast eigið nafn, Lafufu. Pakkningarnar eru mjög líkar og því erfitt að átta sig á að fölsuð útgáfa hafi verið keypt fyrr en eftir á. Fölsuðu útgáfurnar eru að mestu leyti verðlausar og alla jafna seldar á sama verði og ósvikinn bangsi. Því hafa margir setið eftir með sárt ennið eftir að hafa keypt verðlausa eftirlíkingu. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað við eftirlíkingunum þar sem þeir séu hættulegar börnum. Bangsarnir detti auðveldlega í sundur og börn komist þannig í smá íhluti sem þau gætu kafnað á. Kína Börn og uppeldi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Hvað skýrir vinsældirnar? Ekki er hægt að segja fyrir vissu hvers vegna Labubu varð svo vinsælt en bangsarnir eru einnig umdeildir víða. Til dæmis hafa Rússar skoðað að banna þá þar sem ógnvekjandi útlit þeirra geti hrætt börn og yfirvöld í kúrdíska hluta Íraks hafa bannað sölu á þeim af sömu ástæðu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur í versluninni Pop Mart, sem er eini staðurinn þar sem þú getur verið viss um að þú sért að kaupa alvöru Labubu. Og í endursölu kosta vinsælustu og sjaldgæfustu bangsarnir hundruð þúsunda króna. Á Íslandi er í það minnsta ein verslun, Zolo og Co, sem verslar bangsa beint frá Pop Mart erlendis og selur alvöru Labubu. Labubu eða Lafufu? Þegar þú kaupir bangsa kemur hann í lokaðri pakkningu og því veit kaupandinn ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og þeir því verðmætari fyrir vikið. Það ber að hafa varann á þegar keyptur er Labubu þar sem á markaðinum eru fjöldi eftirlíkinga. Þær eru svo algengar að þær hafa eignast eigið nafn, Lafufu. Pakkningarnar eru mjög líkar og því erfitt að átta sig á að fölsuð útgáfa hafi verið keypt fyrr en eftir á. Fölsuðu útgáfurnar eru að mestu leyti verðlausar og alla jafna seldar á sama verði og ósvikinn bangsi. Því hafa margir setið eftir með sárt ennið eftir að hafa keypt verðlausa eftirlíkingu. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað við eftirlíkingunum þar sem þeir séu hættulegar börnum. Bangsarnir detti auðveldlega í sundur og börn komist þannig í smá íhluti sem þau gætu kafnað á.
Kína Börn og uppeldi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira