Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 09:00 Það var gaman hjá Anníe Mist Þórisdóttur og Katrín Tönju Davíðsdóttur en það var heldur ekkert gefið eftir. @anniethorisdottir Vinkonurnar og CrossFit goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru núna báðar ófrískar á sama tíma. Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher) CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher)
CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira