Körfubolti

„Sér­fræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur Þór bíður eftir símtali frá Finni Frey.
Baldur Þór bíður eftir símtali frá Finni Frey. vísir/hulda margrét

Sérfræðingar RÚV á EM í körfubolta gagnrýndu varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael.

Þeir Finnur Freyr Stefánsson og Helgi Már Magnússon ræddu málin við Eddu Sif Pálsdóttur.

„Er leikmaður setur niður 2-3 skot þá þurfum við að vera með plan B,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.

Vísir bar gagnrýnina undir Baldur Þór Ragnarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands, á hótel liðsins í dag.

Klippa: Baldur svarar gagnrýni sérfræðinga Rúv

„Ég hef ekki heyrt hvað sérfræðingarnir heima sögðu. Þú verður að koma með meiri díteila hvaða sérfræðingur þetta var og hvað hann hafði að segja,“ sagði Baldur og bætti við.

„Þá má hann endilega hringja í mig og koma með plan B fyrst það er ekkert plan B hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×