Lífið

Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðrún Ýr heldur úti vefsíðunni Döðlur og smjör.
Guðrún Ýr heldur úti vefsíðunni Döðlur og smjör.

Matgæðingurinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir deildi á Instagram uppskrift af ljúffengri bananaköku með silkimjúku súkkulaðikremi sem er tilvalin með kaffinu um helgina.

Guðrún Ýr heldur úti vefsíðunni Döðlur og smjör þar sem hún deilir hinum ýmsu uppskriftum. 

Bananakaka með súkkulaðikremi

Hráefni:

  • 2 egg
  • 200 g sykur
  • 2 bananar
  • 300 g hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk kardimommur, krydd
  • ½ tsk kanill
  • 150 g smjör, brætt
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 50 g pekanhnetur

Súkkulaðikrem:

  • 170 g smjör, við stofuhita
  • 200 g flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 85 g dökkt súkkulaði, brætt
  • 2 egg, köld

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á 170°C.
  2. Þeyttu egg og sykur vel saman í 3–4 mínútur.
  3. Stappaðu bananana og blandaðu þeim út í deigið. Þeyttu vel.
  4. Blandaðu þurrefnunum saman og hrærðu varlega saman við. Blandaðu svo bræddu smjöri út í.
  5. Helltu deiginu í smurt 20 cm form og bakið í 35–40 mínútur. 
  6. Leyfðu kökunni að kólna í 5 mínútur í forminu, taktu hana svo úr og kældu áfram í um 30 mínútur.

    Súkkulaðikrem:
  7. Þeyttu smjör, flórsykur og vanilludropa í 3–4 mínútur.
  8. Bræðið súkkulaðið og látið það kólna aðeins áður en því er blandað saman við kremið.
  9. Bættu eggjunum einu í einu og hrærðu vel á milli.
  10. Settu kremið á kökuna þegar hún er köld, til dæmis með sprautupoka og stjörnustúti. Rífið dökkt súkkulaði yfir til skrauts.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.