Fótbolti

Há­kon mætir Frey, Sæ­vari og Eggerti í Evrópu­deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er í stóru hlutverki hjá Lille.
Hákon Arnar Haraldsson er í stóru hlutverki hjá Lille. getty/Hesham Elsherif

Franska liðið Lille, sem landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með, mætir meðal annars Brann, sem Freyr Alexandersson þjálfar, í Evrópudeildinni. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson leika einnig með Brann.

Í dag var dregið um hvaða lið mætast í deildarhluta Evrópudeildarinnar. 

Meðal liða í pottinum var Lille sem mætir Dinamo Zagreb, PAOK, Freiburg og Brann á heimavelli og Roma, Rauðu stjörnunni, Young Boys og Celta Vigo á útivelli.

Brann mætir Rangers, Fenerbahce, Midtjylland og Utrecht heima og Lille, PAOK, Sturm Graz og Bologna úti.

Tvö ensk lið voru í pottinum; Nottingham Forest og Aston Villa. Forest mætir Porto, Ferencváros, Midtjylland og Malmö heima og Real Betis, Braga, Sturm Graz og Utrecht úti. 

Aston Villa leikur gegn Red Bull Salzburg, Maccabi Tel Aviv, Young Boys og Bologna á heimavelli og Feyenoord, Fenerbahce, Basel og Go Ahead Eagles á útivelli.

Malmö, lið Arnórs Sigurðssonar og Daníels Tristans Guðjohnsen, mætir Dinamo Zagreb, Rauðu stjörnunni, Ludogorets Razgrad og Panathinaikos á heimavelli og Porto, Viktoria Plzen, Nottingham Forest og Genk á útivelli.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland mæta Dinamo Zagreb, Celtic, Sturm Graz og Genk heima og Roma, Maccabi Tel Aviv, Nottingham Forest og Brann úti.

Kolbeinn Birgir Finnsson leikur með Utrecht sem mætir Porto, Lyon, Nottingham Forest og Genk heima og Real Betis, Celtic, Freiburg og Brann úti.

Þá mætir Panathinaikos, sem Sverrir Ingi Ingason leikur með, Roma, Viktoria Plzen, Sturm Graz og Go Ahead Eagles á heimavelli og Feyenoord, Ferencváros, Young Boys og Malmö á útivelli.

Deildarhluti Evrópudeildarinnar hefst 24. september og lýkur 29. janúar á næsta ári.

Átta efstu liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og tólf neðstu liðin falla úr leik.

Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki Evrópudeildarinnar. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA
Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki Evrópudeildarinnar. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA
Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki Evrópudeildarinnar. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA
Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki Evrópudeildarinnar. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×