Lífið

Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar og Baldur sáttir með útkomuna.
Einar og Baldur sáttir með útkomuna.

Athafnamaðurinn Einar Bárðarson og hárgreiðslumeistarinn Baldur Rafn Gylfason fóru í hárígræðslu og við sjáum hvernig tókst til.

Einar og Baldur fóru saman fyrir nokkrum mánuðum til Istanbúl í Tyrklandi og létu færa hár úr hnakkanum yfir á skallann.

Báðir eru mjög ánægðir með hvernig til tókst og Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði hvernig þeir eru núna eftir aðgerðirnar.

Núna eru þeir með ferðir til Istanbúl fyrir menn og konur í hárígræðslu eða hármillifærslu eins og Baldur kallar þetta

„Ég var með svona fjölskyldukollvik og hafði ekki hugsað mér að gera neitt í því,“ segir Einar.

Baldur segir að það hafi heldur ekki verið planið hjá sér að fara í svona aðgerð.

„En í tíu ár hef ég verið að spá í þessu. Því maður á góða vini sem á ákveðnum tímapunktum leyfa sér að stríða manni aðeins á einhverju sem maður er lítill í sér með. Hjá mér var farið að vanta aðeins í kollinum og komið svona hreiður,“ segir Baldur sem ætlaði aðeins að láta fylla upp í hreiðrið en maðurinn sem ræddi við hann úti í Tyrklandi vildi gera meira. Bæta í í kollvikin og meira. Aðgerðin fer þannig fram að hársekkir eru teknir af hnakkanum og komið fyrir á þeim stað sem vantar. Aðgerðin tók átta klukkustundir hjá Baldri en tíu klukkustundir hjá Einari en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.