Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2025 10:07 Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Ívar Fannar Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina. Björgvin var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur spurðu hann hvers vegna verðlækkun á innfluttum matvælum væri ekki meira áberandi í ljós sterkrar stöðu krónunnar. Björgvin sagði slíkar vörur vera að lækka. Um leið og Bónus fái vörur ódýrar að utan vegna styrkingu gjaldmiðils Íslendinga þá sé verðið í verslunum lækkað um leið. „Sú setning um að það sé ekki að lækka er tilfinning frekar en raunveruleikinn frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Björgvin. Verslunarrisinn keyri lækkun í gegn um leið og hann geti. Bónus sé í stöðugu samtali við byrgja sína að tryggja lægsta verð. Keyri á lækkanir eins hart og hægt sé „Þetta eru okkar ær og kýr. Við vöknum alla daga til að gera nákvæmlega þetta,“ segir Björgvin. Hann segir ótrúlega vel hafa tekist í kjölfar nýlegra kjarasamninga að halda samningum lágum til að verð til neytenda hækkaði eins lítið og hægt var. „Þetta var tímabil sem við vorum á fullu að reyna að komast að því hvernig við ætluðum ekki að ýta þessu út í verðlagið. Þar liggur pressan frá okkur. Ástæðan fyrir verði út er í raun ástæðan fyrir verði inn. Okkar verkefni er að keyra á lækkanir eins hart og við getum til að almenningur finni ekki fyrir þeim.“ Hann var spurður út í vörur framleiddar á Íslandi, hvort verð á þeim ætti ekki að lækka þegar verð á hráefni að utan lækki vegna styrkingar krónunnar. Sælgætisverð erfitt „Hráefnisverðið er stærsti hlutinn þ.a. í rauninni er þetta algjörlega rétt. Við sjáum að margir af okkar framleiðendum hafa þurft að lifa við mjög skrýtna tíma eins og kakóverð og kakómassaverð,“ segir Björgvin. Vísar hann til þess hve mikið súkkulaði hefur hækkað í verði vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á kakó. „Þess vegna hefur sælgæti eða nammi verið hæst í umræðunni. Vissulega hefur það hækkað og erfitt að brjótast frá því. En ég veit í gegnum okkar samtal við þessa aðila, framleiðenda á réttum eða framleiðendum á sælgæti... Við erum í þannig samtali við þessa aðila að lækka um leið og hægt er.“ Þá sé Bónus stöðugt að breyta neysluhegðun neytenda með því að fjarlægja hluti úr verslun sinni sem séu gríðarlega dýrir. Tveir lykilþættir til staðar Að lokum var Björgvin spurður hvort það væri lögmál að á Íslandi þyrfti að vera hátt matarverð. „Til að svara spurningunni þarf að horfa á tvo þætti, og ég veit að þetta er gríðarlega mikil einföldun. Til að geta verið með lágt verð þarftu tvo þætti: Einn af þeim er magn. Það þurfa að vera aðilar sem eiga nægjanlega mikið magn af viðskiptavinum til að geta verið mjög hagkvæmir. Svo er það samkeppnin. Við teljum að þessi markaður sem við horfum á hafi þessi element. Það er rosalega mikil samkeppni á þessum markaði. Við viljum koma því til skila að fólk fatti að það eru ákveðin element sem gefa okkur það að vera ekki gríðarlega dýr og ósamkeppnisfær upp á það að gera.“ Verðlag Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Sjá meira
Björgvin var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur spurðu hann hvers vegna verðlækkun á innfluttum matvælum væri ekki meira áberandi í ljós sterkrar stöðu krónunnar. Björgvin sagði slíkar vörur vera að lækka. Um leið og Bónus fái vörur ódýrar að utan vegna styrkingu gjaldmiðils Íslendinga þá sé verðið í verslunum lækkað um leið. „Sú setning um að það sé ekki að lækka er tilfinning frekar en raunveruleikinn frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Björgvin. Verslunarrisinn keyri lækkun í gegn um leið og hann geti. Bónus sé í stöðugu samtali við byrgja sína að tryggja lægsta verð. Keyri á lækkanir eins hart og hægt sé „Þetta eru okkar ær og kýr. Við vöknum alla daga til að gera nákvæmlega þetta,“ segir Björgvin. Hann segir ótrúlega vel hafa tekist í kjölfar nýlegra kjarasamninga að halda samningum lágum til að verð til neytenda hækkaði eins lítið og hægt var. „Þetta var tímabil sem við vorum á fullu að reyna að komast að því hvernig við ætluðum ekki að ýta þessu út í verðlagið. Þar liggur pressan frá okkur. Ástæðan fyrir verði út er í raun ástæðan fyrir verði inn. Okkar verkefni er að keyra á lækkanir eins hart og við getum til að almenningur finni ekki fyrir þeim.“ Hann var spurður út í vörur framleiddar á Íslandi, hvort verð á þeim ætti ekki að lækka þegar verð á hráefni að utan lækki vegna styrkingar krónunnar. Sælgætisverð erfitt „Hráefnisverðið er stærsti hlutinn þ.a. í rauninni er þetta algjörlega rétt. Við sjáum að margir af okkar framleiðendum hafa þurft að lifa við mjög skrýtna tíma eins og kakóverð og kakómassaverð,“ segir Björgvin. Vísar hann til þess hve mikið súkkulaði hefur hækkað í verði vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á kakó. „Þess vegna hefur sælgæti eða nammi verið hæst í umræðunni. Vissulega hefur það hækkað og erfitt að brjótast frá því. En ég veit í gegnum okkar samtal við þessa aðila, framleiðenda á réttum eða framleiðendum á sælgæti... Við erum í þannig samtali við þessa aðila að lækka um leið og hægt er.“ Þá sé Bónus stöðugt að breyta neysluhegðun neytenda með því að fjarlægja hluti úr verslun sinni sem séu gríðarlega dýrir. Tveir lykilþættir til staðar Að lokum var Björgvin spurður hvort það væri lögmál að á Íslandi þyrfti að vera hátt matarverð. „Til að svara spurningunni þarf að horfa á tvo þætti, og ég veit að þetta er gríðarlega mikil einföldun. Til að geta verið með lágt verð þarftu tvo þætti: Einn af þeim er magn. Það þurfa að vera aðilar sem eiga nægjanlega mikið magn af viðskiptavinum til að geta verið mjög hagkvæmir. Svo er það samkeppnin. Við teljum að þessi markaður sem við horfum á hafi þessi element. Það er rosalega mikil samkeppni á þessum markaði. Við viljum koma því til skila að fólk fatti að það eru ákveðin element sem gefa okkur það að vera ekki gríðarlega dýr og ósamkeppnisfær upp á það að gera.“
Verðlag Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“